KVENNABLAÐIÐ

„Pabbi minn lét mig giftast nauðgaranum mínum eftir að hann gerði mig ólétta 14 ára gamla“

Bandarískar barnabrúðir: Heimildarþættir BBC Three sýna þrjár ungar stúlkur sem voru giftar eldri mönnum þegar þær voru bara börn.

Þegar Heather var bara 14 ára – dauðhrædd og enn bara barn – brotnaði heimsmynd hennar gersamlega. Hún hafði orðið vinkona Aaron Seaton (24) þegar hann vann í veiðivörubúð föður hennar í júní árið 2015.

Auglýsing
Heather
Heather

Í eitt skipti hafði Heather orðið drukkin og sofnað í hjólhýsi Aarons, sem var lagt fyrir utan búð föður hennar. Heather fékk áfall næsta morgun þegar Aaron sagði henni að þau hefði stundað kynlíf – eitthvað sem hún mundi ekki eftir.

Heather varð ófrísk eftir þetta fyrsta skipti og var afskaplega hrædd. Hún sagði foreldrum sínum frá þessu og viðbrögð þeirra urðu til að stía fjölskyldunni í sundur og Heather verður aldrei söm.

Idaho
Idaho

Heather kemur fram í heimildarmynd BBC Three, America’s Child Brides, og segir: „Ég veit það var verið að notfæra sér mig, en ég vildi ekki viðurkenna það. Ég var slegin þegar ég komst að því að ég væri með barni. Pabbi leit út eins og hann væri að fá hjartaáfall og mamma klikkaðist.” Foreldrar hennar skildu í kjölfarið.

Heather, þá 14 ára gömul, ákvað að vera eftir hjá pabba sínum, Keith Strawn í Idahoríki, en mamma hennar flutti úr ríkinu.

Móðir hennar var hrædd um dóttur sína og hringdi í lögregluna. Aaron var ákærður fyrir nauðgun.

Auglýsing

Keith, faðir hennar, hafði þó aðra hugmynd. Heather segir: „Afi minn stakk uppá að við Aaron myndum flýja til Kanada. Mamma stakk fyrst upp á fóstureyðingu en ég vildi það ekki og pabbi sagði að við ættum að gifta okkur. Fyrir pabba var þetta trúarlegs eðlis og einn hans stærsti ótti. Ég hafði ekki báða foreldra þannig ég áttaði mig á að ég varð að gera þetta.”

Keith
Keith

Þau héldu áætlununum frá móður Heather og faðir hennar ákvað að keyra dóttur sína frá Idahoríki til Missouriríki, 3220 km í burtu.

Þrátt fyrir það var löglegt að giftast í 28 ríkjum Bandaríkjanna 16 ára, taldi Keith að það myndi ekki ganga í Idahoríki.

Í Missouriríki er hinsvegar löglegt að gifta 15 ára börn, svo lengi sem þau hafa samþykki foreldranna. Á 15. afmælisdag Heather keyrði faðir hennar því hana í tveggja daga ferð gegnum Bandaríkin.

rap2
Aaron

Brúðkaupið átti sér stað næstum tveimur mánuðum eftir að Heather hafði hitt nauðgara sinn. Hún sagði: „Það sló mig að ég átti virkilega ömurlegt brúðkaup. Þetta var ekki eitthvað sem ég vildi gera en ég gerði það samt. Mér fannst að við gætum alið upp barnið saman og það var mikill léttir.

Fyrst var Heather ágætlega hamingjusöm í hjónabdninum en svo upplifði hún fósturlát og sambandið varð að martröð.

Ákærurnar gagnvart Aaron höfðu ekki horfið og nú var faðir Heather að sjá fram á sakfellingu fyrir að hafa keyrt dóttur sína til að giftast manni sem hafði nauðgað henni.

Heather segir: „Ég giftist skrímsli. Krakkar eru hræddir við skrímsli undir rúminu sínu en þetta skrímsli var ekki að fela sig þar, eða í fataskápnum.”

Í janúar árið 2016 fór Aaron í 15 ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann sat inni í þrjú ár og er nú á skilorði. Faðir hennar sat inni í fjóra mánuði fyrir að „skaða barn.”

Aaron telur sig ekki hafa gert neitt rangt
Aaron telur sig ekki hafa gert neitt rangt

Nú er Heather að reyna að halda áfram með líf sitt og endurbyggja sambandið við föður sinn. Hún hefur fundið ástina á ný og á fjögurra mánaða dóttur. Skugginn hvílir þó alltaf yfir henni – og fjölskyldan er ein rjúkandi rúst.

Heather hefur keypt sér byssu og telur að hún myndi nota hana ef færi gefst: „Við ætlum ekki að lifa í ótta. Hann gæti viljað hefnd, þegar ég giftist honum var ég mjög reið. Ef hann kemur nálægt mér eða dóttur minni mun ég skjóta hann.”

Heather ræðir við fréttakonu BBC
Heather ræðir við fréttakonu BBC

Hún er þakklát móður sinni fyrir að hafa ákært Aaron og vill gera allt til að verja dóttur sína: „Mér finnst faðir minn hafa sloppið auðveldlega og ég held hann skilji ekki hvað hann gerði rangt. Ef dóttir mín kæmi heim 15 ára gömul og segði: „Mamma ég gerði mistök” myndi ég alltaf styðja hana. Ég myndi aldrei vilja að hún gengi í gegnum það sem ég gekk í gegnum. “

Í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að ólöglegt sé að hafa samræði við barn undir 16 ára aldri, geta pör gengið í hjónaband með samþykki foreldra. Í sumum ríkjum er þetta þekkt sem „gifstu nauðgaranum þínum” reglan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!