KVENNABLAÐIÐ

Amy Schumer segir eiginmann sinn vera á einhverfurófi og hún elskar hann fyrir það!

Grínleikkonan Amy Schumer opnar sig um hjónabandið í nýrri þáttaröð á Netflix og segir: „Ég vissi frá byrjun að heili eiginmanns míns var aðeins öðruvísi en minn“ segir hún í Amy Shumer Growing, en Chris Fischer er á einhverfurófi. „Ég þarf að byrja upp á nýtt, því ég vil að þetta sé rétt af því að ég elska hann mjög mikið.“

Auglýsing

„Eiginmaður minn var greindur með það sem kallað var Asperger hér einu sinni. Hann er á einhverfurófi. Og það hafa verið merki þess alveg frá byrjun,“ segir hún.

„Um leið og ég var greind fannst mér það í raun fyndið, því öll karaktereinkennin sýna það að hann er á rófinu og það er ástæðan fyrir að ég varð ofboðslega ástfangin af honum,“ segir Amy við E! News. „Það er satt. Hann segir allt sem hann er að hugsa. Hann er svo raunverulegur. Honum er sama um normið í samfélaginu eða hvað þú krefst af honum.“

Auglýsing

Í viðtali við Yahoo Entertainment sagði Amy að þau hefðu verið í göngutúr þegar hún datt: „Hann bara fraus og var eins og viti, opnaði og lokaði munninum. Ég lá þarna á jörðunni og var ekki einu sinni reið. Ég hugsaði bara „huh.“ Það er mikið um þessi „huh“ andartök, þú veist.“

Amy póstaði á Instagram á mánudag að Chris væri „hugrakkur og fallegur“ fyrir að vera svo opinn og einlægur í hjónabandinu.

Amy og Chris gengu í það heilaga í febrúar árið 2018. Hún er með barni sem von er á í júní í sumar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!