KVENNABLAÐIÐ

Millie Bobby Brown og Romeo Beckham eru nýjasta parið!

Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown og næstelsti sonur Victoriu og David Beckham eru orðin par. Romeo er 16 ára en Millie 15.

The Sun flutti fréttir af því að þau séu orðin kærustupar. Vinur parsins, sem er tengdur Beckham fjölskyldunni segir: „Romeo og Millie eru að hanga saman. Það er allt í startholunum en þau eru afskaplega sætt par.”

Auglýsing

Hönnuðurinn og fyrrum kryddstúlkan Victoria veit af sambandinu og hefur gefið því sína blessun: „Posh hefur gefið sitt samþykki þar sem hún er mikill aðdáandi Milliear.”

Auglýsing

Þau hafa ekki sést saman opinberlega en þau hafa sent hvort öðru skilaboð á samfélagsmiðlum. Millie óskaði Romeo til hamingju með afmælið í september síðastliðnum.

Núna í mars setti Romeo rautt hjarta undir mynd af leikkonunni á Instagram.

Talið er að þau hafi hist fyrst árið 2016 þegar Millie, sem er sendiherra Unicef, gaf verðlaun á 70 ára afmæli Unicef. Þar fór hún á svið með David Beckham.

Millie er fædd á Marbella, Spáni þann 14. Febrúar 2005 og ólst upp í Bournemouth í Englandi og svo á Orlando í Flórídaríki.

Romeo er fæddur þann 1. September 2002 í London og elskar að spila tennis.

Millie hætti með kærastanum, söngvaranum Jacob Sartorius í júlí 2018 en þau höfðu verið að hittast í sjö mánuði. Þau hættu saman í góðu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!