KVENNABLAÐIÐ

Fjölskylda Heather Locklear hefur áhyggjur af edrúmennsku hennar eftir að hún byrjaði aftur með fyrrverandi

Eftir að hafa farið ótal sinnum í meðferð á síðustu misserum ásamt því að hafa ráðist á lögregluþjón hefur leikkonan Heather Locklear verið á beinu brautinni. Nú telur fjölskyldan að hún sé að leika sér að eldinum þar sem hún hefur tekið saman aftur við sinn fyrrverandi, hinn vafasama Chris Heisser. Þau eru saman á ný og eyða öllum sínum tíma saman.

Auglýsing

„Foreldrar hennar eru mjög æstir yfir því að Chris sé enn inní myndinni,“ sagði nafnlaus heimildarmaður um æskuást Heather, sem á sér sögu handtaka og á við fíknivanda að stríða. „Þau halda því fram að hann hafi slæm áhrif á hana og sé í raun uppspretta vandamála hennar.“

heather

„Hún er að reyna að komast á heilbrigðan stað í lífi sínu og það er ekki sniðugt að hanga með honum því hann er ekki að reyna neitt í sínum málum – eða að verða edrú,“ bætir hann við.

Auglýsing

Heather (57) var handtekin í júní 2018 fyrir að hafa lent í átökum við Chris (56). Þegar löggan mætti á staðinn réðst hún á þá. Eftir það fór hún í meðferð en var einnig ákærð fyrir atvikið og fer málið fyrir dóm í apríl næstkomandi.

Það sem foreldrar Heather hafa mestar áhyggjur af er að þau hafa „fundið sönnunargögn þess efnis að Chris hafi verið að drekka áfengi í húsinu hennar.“

„Þau eru brjáluð því ekkert svona getur verið nálægt Heather – sérstaklega ekki í húsinu hennar sem á að vera öruggt. Hún gæti mjög auðveldlega freistast til að detta af vagninum,“ segir heimildarmaðurinn. „Foreldrar hennar styðja þetta alls ekki, að þau séu saman.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!