KVENNABLAÐIÐ

Fæddi sexbura á níu mínútum!

Nýbökuð móðir í Bandaríkjunum hefur fengið þann óopinbera titil „heimsmeistari í barnsfæðingum” eftir að hafa fætt sex börn á minna en 10 mínútum.

sex bö

Thelma Chiaka fæddi sexburana sína, fjóra drengi og tvær stúlkur milli klukkan 4:50 og 4:59 föstudagsmorguninn 15. mars síðastliðinn á kvennaspítalanum í Texas, Houstonríki.

Auglýsing

Börnin voru milli þrjár og fimm merkur að þyngd og voru öll við góða heilsu en voru samstundis sett undir efirlit.

Spítalinn deildi hinum ánægjulegu fréttum í yfirlýsingu sem sagði að líkurnar á að Thelma myndi fæða sexbura væri einn á móti 4,7 milljörðum…sem lætur mann hugsa – hverjar eru líkurnar á því að kona fæði sex börn á innan við 10 mínútum?

Auglýsing

sex mum

Deildi spítalinn einnig mynd af móðurinni, sem lítur út fyrir að vera afar létt…skiljanlega! Seinna um morguninn fengu stúlkurnar svo nöfn. Dæturnar fengu nöfnin Zina og Zuriel, en hún á eftir að finna nöfn á drengina.

Eins sjaldgæfar og sexburafæðingar eru, var einnig slegið með í Írak í síðasta mánuði. Þar fæddi kona sjöbura – sex stúlkur og einn dreng. Er talið að það sé í fyrsta sinn í sögu landsins sem slíkt gerist. Þau eru öll við góða heilsu.