KVENNABLAÐIÐ

Stjarnan Mike Thalassitis úr þáttunum „Love Island” látinn, 26 ára að aldri

Fyrrum fótboltastjarnan og raunveruleikastjarnan „Muggy Mike” fannst látinn, en hann var aðeins 26 ára. Fannst hann í skógi nálægt heimili sínu í Essex, Bretlandi.

love33

Mike var fyrrum fótboltamaður og átti farsælan feril áður en hann fann frægðina í stefnumótaþættinum Love Island sem sýndur var á ITV2 árið 2017.

Auglýsing

Var hann kallaður „Muggy Mike” því hann var frekar skuggalegur karakter.

love4

Fólk hefur nú flykkst á Twitter til að láta í ljós samúð sína, enda var hann dáð persóna í þáttunum.

Auglýsing

Síðasta færsla hans á Instagram var frá 5. mars, þar sem hann póstaði mynd af sér berum að ofan.

love2

Besti vinur Mikes, Danny Cutts, lést á jóladag árið 2018. Fyrir örfáum dögum lést amma hans einnig. Mike hafði flutt inn til hennar til að hugsa um hana.

Mike hafði verið í sambandi við TOWIE stjörnuna Megan McKenna eftir að hann hætti í Love Island.

love3

Þau voru saman í sjö mánuði og gekk ýmislegt á. Fór hún svo í þáttinn Celebs Go Dating og grét því hún sagðist vera ástfangin af Mike.

Mike kom einnig fram í þeim þætti árið 2018. Hann lék síðast fótbolta fyrir félagði Margate árið 2017.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!