KVENNABLAÐIÐ

Mama June handtekin með krakk í fórum sínum

Mama June sem er móðir Honey Boo Boo og er stjarnan í raunveruleikaþáttunum „Mama June: Not to Hot“ var handtekin með kærastanum sínum, miðvikudaginn 13. mars síðastliðinn á bensínstöð í Alabama.

Auglýsing

June og kærastinn, Geno Doak, voru í heiftarlegu rifrildi og einhver hringdi á lögguna. Var hún handtekin fyrir að hafa fíkniefni undir höndum og áhöld til fíkniefnaneyslu. Doak var settur í varðhald fyrir hið sama ásamt ákæru fyrir ofbeldi.

Auglýsing

Þegar löggan mætti á bensínstöðina ætlaði lögreglan að fara að framkvæma líkamsleit á Geno en hann sagði þeim að fara ekki í vasann hjá sér „því hann vildi ekki að þeir myndu stinga sig á sprautunni. Löggan fann nál og svo var Mama June yfirheyrð.

mama

Hún sagðist vera eigandi bílsins og hún ætti einnig allt í honum. Sprauta fannst á gólfinu, farþegamegin. Framkvæmd var líkamsleit á henni og fundu þeir glerpípu með hvítu innihaldi í jogginggallanum hennar. Einnig fundu þeir grænt pilluglas með hvítu dufti í hanskahólfinu. Játaði June að þetta væri krakk (kókaín).

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!