KVENNABLAÐIÐ

Sviðsetti eigið mannrán og andlát til að þurfa ekki að segja kærastanum upp

Það er alltaf erfitt að enda samband, það vitum við flest, en að skipuleggja eigið andlát og mannrán til að forðast að segja: „Þetta er búið,” hljómar alveg út í hött. Samt sem áður var það tilfellið hjá einni kínverskri konu í stað þess að segja kærastanum að hún vildi ekki vera með honum lengur.

37 ára kona frá Wuhan, Province héraði í Kína, var nýlega handtekin eftir að upp komst að hún hafði sviðsett eigið andlát og mannrán til að þurfa ekki að hætta með kærastanum sem hún taldi ekki hafa nægileg fjárráð til að halda henni uppi, samkvæmt Wuhan Evening News.

Auglýsing

Konan sem heitir Yu, hafði verið að hitta Lin í einhvern tíma, en komst síðan að því að hann væri fátækur þegar hún heimsótti hann á kínverska nýárinu. Það var greinilega eitthvað sem hún átti erfitt með að sætta sig við. Í stað þess að hætta hreinlega með manninum varð hún hrædd um að hann myndi ekki taka uppsögninni vel og yrði ágengur. Þannig Yu bjó til áætlun um að hverfa.

Skilaboðin frá „mannræningjanum"
Skilaboðin frá „mannræningjanum“

Þann 21. febrúar síðastliðinn, skömmu eftir heimsóknina í heimabæ Lins, hvarf Yu úr íbúð sinni. Nokkrum mínútum síðar hringdi hún í kærastann til að segja að henni hefði verið rænt af fyrrverandi eiginmanni sínum: „Komdu og bjargaðu mér, minn fyrrverandi hefur rænt mér. Komdu fljótt! Ég held við séum á hraðbrautinni,” sagði hún áður en hún skellti á.

Auglýsing

Til að gera söguna trúverðugri sendi Yu kærastanum nokkur skilaboð þar sem hún þóttist vera mannræninginn og varaði hann við að hringja í lögregluna því þá myndi hann myrða hana. Fleiri skilaboð bárust svo, m.a. þess efnis að Yu hefði verið myrt og líki hennar varpað í á.

Það sem Lin, sem var skelfingu lostinn, náði engum samningum við „mannræningjann” fór hann til lögreglunnar. Þeir hófu rannsókn og náðu að sjá Yu í eftirlitsmyndavél í Wuhan, fyrir framan lítið mótel í Tenglong hverfinu. Þegar þeir komu á staðinn fóru þeir inn í herbergið og brá í brún – þar lá hin „myrta kona” í rúminu og var að horfa á sjónvarpið.

Við yfirheyrslur var Yu „furðulega róleg” og útskýrði að hún hefði nýlega komist að því að Lin væri fátækur og hún hefði hreinlega sett allt á svið, vonandi að hann myndi bara gefast upp og halda áfram með líf sitt.

Yu situr nú í varðhaldi í 10 daga fyrir athæfið en ekki er vitað um viðurlögin við svo furðulegu athæfi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!