KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie sögð vera í alvarlegu sambandi við breskan milljarðamæring

Mikið er sagt um Angelinu Jolie þessa dagana en hún – eins og kunnugt er – er skilin að næstum öllu leyti við Brad Pitt. Nú er sagt að Angie sé hreinlega trúlofuð breskum milljónamæringi.

Auglýsing

Það er rétt – leikkonan, leikstjórinn og aktífistinn Angelina Jolie er sögð ekki bara vera að hitta þennan breska lukkunnar pamfíl, heldur séu þau trúlofuð og ætli að ganga í það heilaga í Frakklandi innan tíðar.

Angelina og krakkarnir á frumsýningu Dumbo fyrir tveimur dögum síðan: 

Life & Style birti þessa frétt á forsíðu og sagði að þau myndu skiptast á heitum í Chateau Miraval, þar sem hún gekk að eiga Brad Pitt árið 2014 og þau komust að því að hún gengi með Shiloh.

Auglýsing

Allt í lagi með það, en raunveruleikinn gæti hinsvegar verið annar: Sagt er að hin 43 ára, sex barna móðir sé í raun að njóta þess að vera einhleyp og elski líf sitt í dag.

„Angelina er ekki að hitta neinn varðandi alvarlegt samband og hún er sátt við það,“ segir vinur hennar við ELLE. „Hún fór í gegnum erfitt tímabil eftir skilnaðinn við Brad, en hefur komist yfir það, þökk sé ást og umhyggju barnanna. Hún er ekki til í að fara að hitta neinn fyrr en skilnaðinum lýkur. Þar til ætlar hún að einbeita sér að vinnunni og börnunum.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!