KVENNABLAÐIÐ

Jarðarför Luke Perry verður stjörnum prýdd

Leikarinn Luke Perry (úr þáttunum Beverly Hills 90210 og Riverdale) lést eins og kunnugt er þann 4. mars síðastliðinn. Í fyrstu voru allir ástvinir hans í svo miklu áfalli að enginn gat talað um jarðarförina sjálfa. Það hefur þó breyst núna og það er komin áætlun um hvernig hún verður.

Auglýsing

Heimildarmaður innan fjölskyldu Lukes segir: „Fjölskyldan er að þrýst á að Luke verði grafinn í kirkjugarði stjarnanna, Forrest Lawn í Los Angeles. Þau vilja heiðra hann eins og hann á skilið og vonast eftir athöfn sem muni endurspegla það.“

Hann heldur áfram: „Þar að auki vilja þau hafa alla vini hans og velunnara í athöfninni. Öllum finnst sem það sé eitthvað sem hann hefði virkilega langað til.“

Auglýsing

Búist er við mjög veigamikilli athöfn og verður leiðið aðgengilegt fyrir aðdáendur sem vilja votta honum virðingu sína.

„Luke hafði svo mikla þýðingu fyrir svo marga og fjölskyldan er ofboðslega þakklát fyrir ástina og stuðninginn í gegnum þetta allt.“

Luke var fluttur með hraði á spítala St. Joseph í L.A. miðvikudaginn 27 febrúar síðastliðiðnn. Fyrst leit allt ágætlega út en honum var haldið sofandi. Svo fór honum að versna og fékk hann annað slag. Að lokum var fjölskylda hans tilneydd að leyfa honum að fara.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!