KVENNABLAÐIÐ

Konurnar sem búa með R. Kelly verja hann og segjast ekki vera fangar hans

Joycelyn Savage og Azriel Clary hafa nú tjáð sig og neita þeim ásökunum að hann hafi haldið þeim í gíslingu í mörg ár. Í viðtali við CBS This Morning við Gayle King sögðu Joycelyn (23) og Azriel (21) – sem sagt er að R. Kelly hafi heilaþvegið til að vera hluti af kynlífshópnum hans, sögðust báðar vera í sambandi við Kelly og foreldrar þeirra hefðu áhyggjur af þessum röngu sakargiftum.

„Ég græt, því þið vitið ekki sannleikann,“ sagði Azriel. „Þið öll trúið einhverju fjandans bulli sem foreldrar okkar segja. Þetta eru allt fjandans lygar til að afla peninga og ef þið getið ekki séð það eru þið heimsk og óupplýst.“

Auglýsing

Foreldar ungu kvennanna tveggja komu fram í heimildarþættinum  Surviving R. Kelly, sem sýndur var í janúar. Foreldrar Azriel segjast ekki hafa haft samband við dóttur sína í mörg ár og foreldrar Joycelyn töldu að Kelly væri að halda henni gegn hennar vilja heima hjá honum.

Í viðtali talar Kelly um þær báðar sem „kærusturnar sínar.“

„Foreldrar okkar eru bara í ruglinu að reyna að fá pening,“ segir Joycelyn við Gayle. „Því þau eru ekki sammála því sem gerðist. Með tónlistina og allt. Og þau eru bara í uppnámi.“

Auglýsing

Azriel sagði að foreldrar hennar hefðu hvatt hana til að taka upp kynlífsmyndbönd með söngvaranum og þau væru að fá vændispeninga frá honum „Mamma og pabbi…þau fóru að senda hótanir á okkur bæði. Þau sögðu, „Ó, ég ætla að sýna öllum heiminum nektarmyndirnar af þér. Ég mun rústa þér. Ég mun rústa honum. Ef hann sendir ekki 20.000 dollara í bankann á mánudag og svo 10.000 í kjölfarið mun ég setja allt þangað út.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!