KVENNABLAÐIÐ

Khloe heldur barnsföður sínum frá barninu þeirra, True

Khloe Kardashian er ekki til í einhverja málamiðlun þegar kemur að barninu sem þau Tristan Thompson eiga saman. Tveimur vikum eftir að framhjáhaldsskandallinn kom upp (Tristan hélt framhjá Khloe með bestu vinkonu Kylie, Jordyn Woods) hefur komið í ljós að Khloe hefur engan áhuga á að Tristan komi nálægt dóttur þeirra True.

Auglýsing

„Khloe er að koma í veg fyrir að hann hitti True og það fer ískyggilega í taugarnar á honum,“ sagði innanbúðarmaður í Keeping up with the Kardashians.

„Hann er pabbi hennar og er brjálaður að hún sé að reyna að nota True sem peð í leiknum. Tristan skilur hvað hann gerði rangt en honum finnst mjög ósanngjarnt af Khloe að setja True í miðjuna á þessu.“

Auglýsing

Körfuboltaspilarinn hefur ekki sést á mynd með True síðan á þakkargjörðarhátíðinni.

Þrátt fyrir að Khloe kenndi Jordyn í fyrstu um að hafa „eyðilagt fjölskylduna“ hefur hún nú dregið það til baka og segir að það sé Tristan um að kenna.

„Tristan mun lögsækja Khloe ef hann þarf og hann veit að hann mun vinna,“ segir þessi nafnlausi heimildarmaður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!