KVENNABLAÐIÐ

„Baby Spice“ Emma Bunton mun loks ganga í það heilaga tveimur áratugum eftir að hún byrjaði með manninum

Spice Girl Emma Bunton mun loksins ganga að eiga unnstann Jade Jones en þau hafa verið saman í 20 ár. Þau munu vera gefin saman í London í Marylebone Town Hall — uppáhalds giftingastaður stjarnanna. Emma, sem nú er 43 ára, sást í N-London þar sem hún var sennilega að semja heitin.

Auglýsing

Emma og stjörnukokkurinn Jade (40) hafa gefið í skyn að þau ætli að gifta sig og þau hafa 12 mánuði til að gera þetta formlegt. Þau hafa verið trúlofuð síðan janúar 2011.

spice1

Þau eiga tvo syni, Beau (11) og Tate (7) og Emma hefur tjáð sig um tilhugsunina um hjónaband árið 2017. Hún sagði þá: „Væri það ekki æðislegt? Ég ætti að gera það. Hann kallar mig nú þegar eiginkonu og ég kalla hann eiginmann. Við erum bæði vatnsberar og erum smá rugluð, svo við getum aldrei skipulagt neitt! Ég held við séum þannig par að við bara laumumst eitthvert og látum gefa okkur saman.“

Old Marylebone Town Hall er þekktur staður stjarnanna en Sir Paul McCartney og Liam Gallagher gengu báðir í það heilaga þar – TVISVAR!

Emma hefur einnig gefið í skyn að annað barn sé í kortunum. Hún segir að stundum sé hún skapstór, elskar að vera mamma, og stundum telur hún „dásamlegt“ að eignast annað barn.

„Ég held að ef ég væri heppin myndi það verða dásamlegt.“

Emma hefur nýverið gefið út smáskífuna „My Happy Place.“

Jade var áður aðalsöngvari strákabandsins Damage og þau hafa unnið saman að tónlist.

 

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!