KVENNABLAÐIÐ

Meghan hefur uppljóstrað um hvort kynið þau Harry eru að fara að eignast!

Nú styttist í fæðingu fyrsta barns Meghan Markle og Harry bretaprins en talið er að von sé á barninu í lok apríl. Margir hafa velt vöngum yfir hvort þau eignist dreng eða stúlku eða hvort tilvonandi foreldrar viti hvort kynið hún gangi með. Meghan hefur sagt að þau hafi ætlað að láta kynið koma á óvart, en það virðist sem Meghan viti hvort kynið hún gangi með – og – hún sagði vinkonum sínum það í steypiboðinu í New York.

Auglýsing

Meghan fagnaði eins og kunnugt er með stjörnum prýddum félagsskap, s.s. Serena Williams, Gayle King, Amal Clooney og fleirum. Meghan fær reyndar annað steypiboð sem haldið verður í Bretlandi og mun Kate Middleton standa fyrir því.

Megan ásamt vinkonu sinni
Megan ásamt vinkonu sinni í New York

Auglýsing

Jafnvel þó Harry prins hafi sagst vonast eftir stúlku, heldur Us Weekly því fram að Meghan hafi sagt vinum sínum í steypiboðinu að þau séu reyndar að fara að eignast dreng!

Katie Nicholl hjá Vanity Fair segir að Meghan ætli að ala upp barnið sitt á kynlausan hátt, án staðalímynda kynja. Þau hafa verið að setja upp barnaherbergi í Frogmore Cottage þangað sem þau ætla að flytja, en litirnir eru hvorki bleikur né blár, heldur hvítur og grár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!