KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian ræður einkaspæjara til að komast að öllu um framhjáhald Tristans og Jordyn

Khloe Kardashian er ekki sátt við hvernig málin þróuðust – Barnsfaðir hennar sagði að hann hefði bara sofið hjá bestu vinkonu Kylie, Jordyn Wood, einu sinni. Þessu trúir Khloe ekki og hefur hún því ráðið einkaspæjara til að komast að hinu sanna í málinu.

Auglýsing

„Khloe trúir ekki að þetta hafi verið einstakt tilvik, og hin í fjölskyldunni trúa því ekki heldur,“ segir heimildarmaður, vinur hinnar einhleypu móðir. Khloe vill vita allt um þetta leynilega ástarsamband.

„Hún vill að spæjarinn gefi henni skýrslu – hversu lengi stóð þetta framhjáhald? Ef þetta var ekki einangrað tilvik ætlar Khloe að nota það í nýju séríunni Keeping Up With the Kardashians!”

Auglýsing

Það þarf varla að taka það fram en sú sem yrði ánægðust væri Kris Jenner, en það væri þá gulltryggt að serían fengi aðra þáttaröð.

Khloe komst að því að Jordyn hefði eytt nótt með Tristan þann 17 febrúar síðastliðinn á heimili hans í Los Angeles. Síðan þá hefur Kardashian fjölskyldan hætt öllum viðskiptum við Jordyn og eytt henni af samfélagsmiðlum. Jordyn, sem var með Kylie í Kylie Cosmetics, hefur hætt öllum viðskiptum við hana.

„Khloe og Kylie eru ánægðar, allir í fjölskyldunni hafa hunsað hana. Enginn vill hafa nokkuð með hana að gera og ef þetta var ástarsamband á allt eftir að verða vitlaust,“ endar heimildarmaðurinn á að segja.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!