KVENNABLAÐIÐ

Hjálmar kemur fram með Alaska Thunderfuck: Þú verður að mæta líka!

Hjálmar Forni Poulsen gengur undir nafninu Miss Gloria Hole þegar hún skemmtir í dragi. Hjálmar stendur nú fyrir brjálæðislega flottum dragviðburði þar sem engin önnur en Alaska Thunderfuck mun koma fram, en show-ið fer fram þann 22. mars næstkomandi í Gamla bíói.

drag1

Hjálmar segist hafa ungur byrjað að pæla í dragi og segir það hafa verið „markmið númer eitt að verða dragdrottning“

Hann heldur áfram: „Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við það en það átti bara að vera drag. Þegar ég byrja svona fyrir alvöru að fara í drag í kringum 2013 og þá voru engar fyrirmyndir og einhvernveginn ekkert að frétta. Ég byrjaði þannig að byggja upp platform fyrir mig svo ég gæti farið að koma fram og gera eitthvað við alla þessa „drag-löngun.“ Síðan smá saman hefur þetta mótast og þróast í einhverja brjálaða drag-bombu og er algjörlega farið langt fram úr mínum draumum sem er æði því þannig á drag einmitt að vera! Það á að koma að óvart og vera algjörlega óútreiknanlegt. En það er ekki allt mér að þakka, langt frá því.“

Auglýsing

„Til dæmis hefur Kiki Queer bar verið einn aðal dragstaður Íslands og sennilega flestir dragviðburðir verið haldnir þar en það er alls ekkert sjálfgefið og ég er svo þakklátur í dag að fá að vera þar með þrjú kvöld í viku og bulla eitthvað í míkrafóninn og halda skemmtulegustu partýin í bænum. Síðan erum við svo heppin á Íslandi að staðir eins og Gaukurinn hefur verið annað heimili dragmenningarinnar og er heimili Drag súgs sem ofur vinkonan mín Gogo Starr heldur einmitt utan um. Hún hefur lagt blóð svita og tár í að koma draginu á framfæri og á mörg verðlaun skilið fyrir það en hún er einmitt að koma fram með okkur á þessu brjálaða súperstjörnu-showi.“

Hjálmar, aka. Miss Gloria Hole
Hjálmar, aka. Miss Gloria Hole

Hvaða dragshow hefur þú haldið hingað til?

Ég hélt yfir 160 dragviðburði á síðasta ári en aldrei neitt þó af þessari stærðargráðu. Ég gerði mér grein fyrir að þetta væri erfitt en ekki kannski alveg svona brjálæðislega erfitt. Það þarf að pæla í gjörsamlega öllu þegar kemur að svona stóru verkefni og ég er farinn að láta hafa það á eftir mér að ég ætla alls ekki að gera þetta aftur fyrr en kannski bara næst.

drag3

Hverju telur þú að raunveruleikaþættirnir RuPaul’s Drag Race hafi breytt gagnvart viðhorfi fólks gagnvart dragdrottningum í dag? Telur þú þá mikilvæga til að sporna við fordómum?

Ég tel þá vera mjög góða fyrir okkur enda hefur bara drag til dæmis á vesturlöndunum stóraukist og kannski mesta breytingin á því að dragsenan er komin útá götu og inní brúðkaup hjá gagnkynhneigðum afreksíþróttahjónum. Við erum ekki lengur bara neðanjarðar með ákveðinn markhóp og það er klárlega eitthvað til að hrópa húrra yfir. Auðvitað eru ennþá fordómar og verða sennilega alltaf einhverjir enda er síðasta fíflið ekki ennþá fætt. Þessir þættir eru síðan alltaf að stækka og færa sig til fleiri landa og áhorfið eykst á milli sería og ég hugsa að það muni bara vera okkur til góðs.

Auglýsing

a rupaul

 

Hvernig mun show-ið fara fram og búist þið ekki við góðum viðtökum?

Við erum nú þegar búin að fá frábærar viðtökur og miklu betri viðtökur en ég þorði að vona. Það er mikil eftirspurn eftir þessu og áhugi og mér finnst líka bara svo æðislegt að geta beitt mér fyrir því að halda svo viðburði hér og ég hef einmitt reyna að halda miðaverðinu í algjöru lágmarki til að sem flestir drag-aðdáendur hafi tök á að koma og vildi þess vegna líka gefa fólki góðan fyrirvara því fyrir svona viðburði verða menn að kaupa inn slatta of glimmeri og fjöðrum og það þarf að fá pláss í fjárhagsáætlun fólks. Ég er svo þakklátur fyrir þessar viðtökur og alla hjálpina frá ótrúlegasta fólki að væri helst til í að taka bara lán og bjóða öllum.

Alaska Thunderfuck
Alaska Thunderfuck

Nú eruð þið með alþjóðlega stjörnu, Alaska Thunderfuck, í forgrunni. Hvernig fenguð þið hana til að koma til Íslands?

Ég ætlaði upprunalega bara að fá Sherry Vine og Jackie Beat en þær eru svona „drag legends og icons“ og eru að vinna með þeim allra stærstu í bransanum og skrifa mikið fyrir aðra af til dæmis kómedíu. Þetta var komið uppi töluverðan kostnað fyrir lítið event eins og ég hugsaði mér fyrst en svo bara hugsaði ég með mér að fyrst ég væri nú að þessu af hverju ég færi ekki bara alla leið og gerði þetta með stæl. Ég heyrði í Jackie og Sherry og spurði þær svona hverjum þær væru vanar að vinna með og þessháttar og komu mér í rauninni í samband við Alaska og þá var bara ekki aftur snúið.

Hvernig fannst ykkur að sjá Pink Iceland gefa ferð til Íslands sem vinning í All Stars 4 (RuPaul Drag Race)? Teljið þið að þetta sé góð landkynning?

Það var æðislegt að sjá Pink Iceland gefa þarna vinning enda eru þau miklir vinir mínir og ég veit hvað þetta er mikið ástríðu fólk sem elskar að dekra við aðra. Drag súgur kom líka að þessu og fékk nafnið sitt á credit listann sem er algjör snilld. Ísland er svo sannarlega komið á kortið og hinsegin túrismi hérna hafur stór aukist og svona risa kynning er ekkert nema góð. Þessar erlendu drottningar hafa líka verið að fylgjast með samfélagsmiðlunum okkar og þær eru undrandi hversu mögnuð og öflug dragsenan á Íslandi er og er dragsenan okkar orðin þekkt víða erlendis.

drag4

Hvert verður svo framhaldið – koma fleiri dragdrottningar til landsins í framtíðinni?

Ætli ég verði ekki aðeins að spoila smá en jú framhaldið er mjög spennandi og fólk má alveg búast við fleiri stórstjörnum og jafnvel nokkrum í einu. En segi ekki meira…!

Hér er hægt að kaupa miða á viðburðinn á Tix.is

Hér er viðburðurinn á Facebook

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!