KVENNABLAÐIÐ

Irina Shayk, kærasta Bradley Coopers, er sama um sögusagnir um að hann og Lady Gaga séu ástfangin

Lady Gaga og Bradley Cooper fluttu Óskarsverðlaunalagið „Shallow“ á eftirminnilegan hátt en þeim tókst að „kveikja í“ sviðinu með frammistöðu sinni. Kærasta og barnsmóðir Bradley Coopers, fyrirsætan Irina Shayk, virtist þó ekki taka það neitt nærri sér að þau væru náin á sviðinu í Kodak Dolby Theatre.

Auglýsing

Mel B varð Lady Gaga reið og sagði hana hafa brotið „stelpuregluna,“ en flestir tóku þó ekki mark á henni. „Mér leið illa fyrir hönd kærustunnar hans,“ sagði hún í viðtali við Good Morning Britain við Piers Morgan.

Auglýsing

Irina studdi mann sinn og Lady Gaga alla leið og var sú fyrsta til að standa upp og fagna eftir að þau luku flutningi sínum.

Margir höfðu þó á orði að þetta væri nú ekkert venjulegt „chemistry“ á milli leikaranna.

Ef fólk þarf frekari vitnanna við má sjá þær stöllur faðmast eftir að Gaga vann Óskarinn.

irina 2

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!