KVENNABLAÐIÐ

Þórunn Antonía gengur með sitt annað barn!

Söng- og leikkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir deilir afar góðum fréttum á konudaginn á Facebooksíðu sinni og segist vera komin 17 vikur á leið. Fyrir á hún þriggja ára dóttur.

Auglýsing

Hún segir:

Gleðilegan konudag! Í fréttum er það helst að ég er á 17 viku á meðgöngu barns. Mig hefur dreymt nokkrum sinnum að þetta sé litil stúlka, en hvort sem það verður drengur eða stúlka er það jafn kærkomið í mína tilvist og er þetta barn umvafið sterkum fallegum konum og það er ég svo ótrúlega þakklát yfir. Því að konur eru ótrúlegar, við getum allt og erum óstöðvandi, svo er enginn kraftur jafn sterkur eins og samstaða kvenna. Allar heimsins konur eiga skilið fullkomið jafnrétti, virðingu, ást, skilning og öryggi. Heiðrum okkar konur í dag sem og alla daga

Auglýsing

Við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!