KVENNABLAÐIÐ

Fokdýrt steypiboð Meghan Markle í New York borg vekur mikil viðbrögð

Fyrrum bryti Díönu prinsessu, Paul Burrell, segir að William prins blöskri sennilega kostnaðurinn við steypiboð (e. Baby Shower) Meghan Markle sem fram fór í New York í vikunni.

Paul segir að sennilega bæði Kate og William eigi eftir að vera „ráðþrota” vegna þess sem virðist vera „ofdekrun” á hertogaynjunni af Sussex.

Segir hann að steypiboðið hafi frekar verið eins og stjörnuhittingur heldur en atburður á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og finnst honum að línurnar sé orðnar frekar óskýrar í þessu samhengi.

Auglýsing
Paul Burrell
Paul Burrell

Meghan sem eyddi góðum stundum með vinkonum sínum, m.a. Serenu Williams og Amal Clooney leit út fyrir að vera mjög hamingjusöm og knúsaði bumbuna sína eins og alltaf.

Samkvæmt Daily Mail er líklegt að boðið hafi kostað meira en 380.000 sterlingspund (tæpar 60 milljónir ISK).

Megan ásamt vinkonu sinni
Megan ásamt vinkonu sinni
Auglýsing

Segir Paul: „Ég held að William prins eigi eftir að verða reiður vegna íburðarins í vikunni og þeirri staðreynd að steypiboðið var frekar stjörnum prýtt en konunglegt.” Sagði hann einnig að markmiðið hafi verið að vekja athygli og láta á sér bera: „Þú munt ekki sjá uppátæki af þessu tagi hjá Cambridge fjölskyldunni, það er ekki séns. William reynir hvað hann getur að halda fjölskyldunni utan sviðsjóssins og að þetta steypiboð hafi verið á þennan veg verður honum þyrnir í auga og er svona lagað að skapa mikla misklíð í fjölskyldunni.”

mm wi

Athygli vakti að Kate og William notuðu tækifærið til að fara í skíðaferð með fjölskyldunni á sama tíma og boðið var. Er talið að Kate hafi alls ekki viljað mæta.

mm ski

Mark Hotel
Mark Hotel

Segir Paul ennfremur að þessar þúsundir punda hefðu getað komið sér vel annarsstaðar. Meghan fór til og frá New York í einkaþotu sem er giskað á að hafi kostað 200.000 sterlingspund. Svítan á Mark Hotel sem er eitt það dýrasta í borginni kostar 150.000 í fimm nætur, plús að hópurinn eyddi um 10.000 pundum að auki.

mm n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!