KVENNABLAÐIÐ

Hjónaband leikarans Will Ferrell stendur á brauðfótum

Grínleikarinn dáði, Will Ferrell (51), er að gera eiginkonu sína brjálaða því hann er sjúkur í golf. Eyðir hann öllum dögum á vellinum og hefur engan tíma til að laga hjónabandið við sænsku eiginkonu sína Viveca Paulin.

Auglýsing

Síðasta mynd Wills, Holmes & Watson fékk alveg hreint skelfilega dóma: „Myndin „floppaði“ gersamlega“ segir vinur leikarans í viðtali við Radar. „Will leitar í skjól frá gagnrýnendum á vellinum.“

Auglýsing

Myndin hefur engu skilnað og er Will nú tilnefndur til hindberjaverðlaunanna, Golden Raspberry fyrir „versta leik í aðalhlutverki.“

Myndin er um Sherlock Holmes og Dr. Watson en hefur fatast flugið allsvakalega. „Will tók þessu mjög nærri sér og margir halda að hann ætli að hætta að leika. Hann gerir ekkert annað en að spila golf á Wilshire klúbbnum.“

„Hann heldur samt hann geti fengið innblástur frá öðrum grínleikurum og – handritshöfundum,“ heldur hann áfram.

Viveca (49) er allt annað en ánægð, enda sér hún eiginmanninn sjaldan: „Hún veit að Will er viðkvæmur fyrir gagnrýni en hefur ekki hug á að gerast golf-ekkja.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!