KVENNABLAÐIÐ

Khloe hætt með Tristan því besta vinkona Kylie hélt við hann

Innan við sólarhring eftir að Khloe Kardashian hætti með barnsföður sínum, framhjáhaldaranum Tristan Thompson, hafa komið fram vísbendingar að það hafi verið vegna þess að besta vinkona Kylie, systur Khloe, Jordyn Woods hafi haldið við Tristan.

Auglýsing

Hægt er að lesa í pósta Jordyn og Khloe og ummæli Khloe við mynd af Jordyn að hún hafi ekki átt von á þessu.

Jordyn
Jordyn

Khloe skrifar við nýjustu mynd Jordyn „Baby girl,“ og svo síðar skrifar hún sjálf í öðrum pósti: „If your friendship has lasted longer than 7 years, you are no longer friends. You are family.“

Auglýsing

kh

Er talið að hún hafi meint að Jordyn hafi svikið hana á þann ömurlegasta hátt sem til er – að hún hafi í raun verið fjölskyldumeðlimur. Kylie er sögð miður sín vegna málsins og hvað hún eigi að gera við vinskap þeirra Jordyn. Öll Kardashian fjölskyldan er hætt að tala við hana.

Jordyn sýndi föt fyrir Khloe og fatalínuna hennar og þó þær væru ekki bestu vinkonur var greinilega hlýtt á milli þeirra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!