KVENNABLAÐIÐ

Brad Pitt mætti í fimmtugsafmæli Jennifer Aniston!

Hver hefði trúað því að Jennifer Aniston sé fimmtug! Í gærkvöld, 9. febrúar, fagnaði hún þessum merka áfanga með öðrum stjörnum á Sunset Tower hótelinu en hún á afmæli þann 11. febrúar.

jennifer

Gestum brá í brún þegar enginn annar en fyrrverandi eiginmaður hennar, Brad Pitt, sem yfirgaf hana fyrir Angelinu Jolie, mætti á staðinn.

George og Amal virtust hamingjusöm þrátt fyrir orðróm þess efnis að þau séu að skilja
George og Amal virtust hamingjusöm þrátt fyrir orðróm þess efnis að þau séu að skilja

Brad, sem nú i biturri skilnaðardeilu við Angie, virtist afskaplega glaður að mæta í partýið þar sem vinir hans, George Clooney og kona hans Amal (sem sögð eru vera að skilja), Reese Witherspoon, Ellen DeGeneres, Demi Moore, Barbra Streisand, Kate Hudson, Sandra Bullock o.fl. o.fl. Einnig mætti önnur fyrrverandi hans Brads, Gwyneth Paltrow.

Reese Witherspoon datt í tröppunum en virtist ekki hafa slasað sig
Reese Witherspoon datt í tröppunum en virtist ekki hafa slasað sig

Jen og Brad skildu árið 2005. Brad og Angie voru gift frá árinu 2014-18. Jen giftist svo Justin Theroux eftir að hafa verið trúlofuð lengi, en skildi við hann fyrir akkúrat ári síðan.

Fyrir neðan má sjá myndband af Brad koma í afmælið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!