KVENNABLAÐIÐ

Á vergangi: Kona sem bjó á götunni í um fjögur ár á Íslandi

Viðmælandi okkar er kona á miðjum aldri. Hún bjó á götunni og þekkir það líf vel, hún óskar nafnleyndar þar sem þessum kafla í lífi hennar er lokið og nýr kafli tekinn við. Hún var samt sem áður tilbúin til að segja okkur sögu sína – sem er vissulega átakanleg – og sýnir hvernig lífið á götunni er hér á Íslandi.

Hvað varst þú gömul þegar þú bjóst „á götunni?“

Um 18 ára gömul…ég fór á götuna þegar ég var um 18 ára.

Hver var aðdragandinn að því þú varðst heimilislaus?

Ég sótti frekar í að vera í neyslu og hafnaði tækifærum sem ég hafði til að eiga heimili svo ég gæti haldið áfram í neyslu.

Hversu lengi varst þú „á götunni?“

„On and off” í fjögur ár, stundum átti ég heimili inn á milli.

Auglýsing

Hvað gerðir þú á daginn?

Það fór eftir ýmsu. Stundum var ég með vinum og hékk hjá þeim í einhvern tíma, en ef ég gisti á Konukoti var manni vísað út snemma morguns, og oft var það þannig að það var ekkert sérstakt að fara suma daga og þá labbaði maður yfir á geðdeildina beint á móti og hékk á biðstofunni þar í smá tíma. Oft hittust flestar konurnar þar fyrir tilviljun rétt eftir lokun. Stundum labbaði maður á BSÍ eða á Hlemm. Og stundum var það þannig að maður var með síma og gat þá hringt í félaga og farið til þeirra en oft dugði það ekki lengi að eiga síma, hann var oftast seldur mjög fljótt til að eignast pening. En maður var ekkert velkomin á alla staði.

Svafstu einhverntíma úti?

Ég man eftir tveimur skiptum. Í eitt skiptið þá vorum við að keyra aðeins fyrir utan Reykjavík og það var svo kalt, þetta var um miðjan vetur og bíllinn festist. Við hnipruðum okkur öll saman fram í bílnum til að frjósa ekki úr kulda og sofnuðum

Hvernig er Konukot og opnunartíminn þar?

Konukot er úrræði fyrir konur sem eru heimilislausar. Þar eru ekki bara konur í neyslu heldur líka konur sem eru það ekki. Konukot bjargaði oft lífimínu og oft var það eini staðurinn sem ég gat reitt mig á. Ef ég var ekki þar gisti ég hjá neysluvinum mínum.

Auglýsing

Hvernig náðir þú þér á rétt strik?

Mér var hent út úr húsnæði sem ég leigði og eitthvað gerðist þann daginn ég gat bara ekki hugsað mér að vera aftur í neyslu á götunni og ég fór á Konukot og var þar í viku. Ég varð edrú þar til ég fékk að komast inn í meðferð.

Finnst þér það þurfi að gera meira fyrir þá sem eiga ekki heimili?

Já. Sem dæmi mætti nefna – ekki henda þeim ekki út yfir daginn.

Finnst þér vantar úrræði og þjónustu?

Já, því ég man eftir einni eða tveimur konum þarna sem voru ekki með fíknivanda og þær höfðu samt búið á Konukoti í allavega tvö ár og voru bara að bíða eftir félagslegri íbúð í kringum alla veiku fíklana.

Hvernig gengur þér í dag?

Mjög vel  – ég er í vinnu og er búin að kaupa mér íbúð!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!