KVENNABLAÐIÐ

Fæddist án útlima en lætur ekkert stöðva sig! – Myndband

Þessi hugrakki 19 ára maður, Gabe Adams, fæddist í Sao Paulo í Brasilíu með Hanhart sjúkdóminn. Fæddist hann án handa og fóta og án kjálka. Í hans tilfelli uxu engir útlimir en hann er afskaplega aktífur og er dansari.

Hann var ættleiddur af hjónunum Janelle og Ron Adams í Bandaríkjunum og flutti þangað sem barn. Fór hann að notast við hjólastól í fyrstu og er einn af 13 systkinum. Foreldrarnir vildu hinsvegar að Gabe yrði sjálfstæður og lærði að hreyfa sig án hjólastólsins.

Auglýsing

Reyndi hann fyrir sér í breikdansi og áttaði sig fljótt á að hann gæti fullkomnað dansinn án útlima. Hann er nú fluttur að heiman og á framtíðina fyrir sér.

 

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!