KVENNABLAÐIÐ

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen deyfði sig með sígarettum og áfengi í sambandinu við Leonardo Dicaprio

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen hefur nú opnað sig um fimm ára sambandið við kvennagullið og leikarann Leonardo DiCaprio. Í viðtali við tímaritið Porter segir Gisele, sem nú er gift Tom Brady, að hún hafi verið leitandi að tilgangi lífsins þegar hún skildi við Leo árið 2005.

Auglýsing

„Ég hætti að deyfa mig með sígarettum, drykkju og of mikilli vinnu, ég varð meðvitaðri um hluti sem ég hafði ekki viljað sjá áður. var ég ein í að leita að svörum og hann var alltaf eins? Já, því miður er svarið játandi.“

Gisele (38) er á forsíðu tímaritsins og er enn hæstlaunaðasta fyrirsæta í heimi. Hún fann hamingjuna með íþróttakappanum Tom Brady og þau eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl sem fram fer um helgina. Þau eiga tvö börn, Benjamin (9) og Viviane (6). Þau gengu í það heilaga árið 2009.

Auglýsing

Gisele slær á létta strengi og segir eiginmanninn elska tísku heitar en hún: „Í raun elskar Tom föt meira en ég. Stundum er ég bara – hvað er málið með öll þessi föt!? – en hann bara elskar þetta.“

leo
Viðurkennir ofurfyrirsætan að hún fái ofsakvíðaköst, en sé á réttri leið með að höndla þau. „Þegar ég fór í gegnum kvíðaköstin fannst mér eins og ég gæti ekki deilt því með neinum. Mér fannst ég ekki hafa rétt á því, allir eru að ganga í gegnum sitt og ég hef ekki rétt á að líða svona. Þannig ég bældi þau, og því meira sem ég bældi þau, því stærri urðu þau.“

Gisele hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni og hún er þakklát fyrir að hafa gott vinnusiðferði og frábæran feril. Segir hún: „Ég kem úr fjölskyldu þar sem sex sterkar konur ráða ríkjum. Hvernig ég var alin upp – við studdum hvor aðra, hjálpuðum hvor annarri, elskuðum hvor aðra.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!