KVENNABLAÐIÐ

Sex ofurvenjulegir hlutir sem Bretadrottning hefur aldrei reynt

Þetta er í raun býsna magnað…Elísabet Bretadrottning er orðin 92 ára og samt hefur hún ekki reynt hluti sem þykja ofurvenjulegir hjá okkur öllum. Hún hefur haft aðgang að öllu því flottasta í heimi. Fyrst var hún prinsessa, svo erfingi krúnunnar og svo að lokum drottning.

Auglýsing

Elísabet hefur snætt mestu lúxusmáltíðir í heimi, heimsótt hvern einasta kima á jörð og hitt endalaust af merkilegustu manneskjum sem hafa gengið á þessari jörðu. Þrátt fyrir það hefur hún misst af mörgu. Það er ýmislegt sem „venjulegt fólk“ telur afskaplega eðlilegt sem hún hefur misst af. Hér er listi yfir það sem Elísabet Bretadrottning hefur aldrei reynt:

Skólaganga

Í dag fara konungbornir í fínustu einkaskólana og háskólana í landinu – Prinsarnir Harry og William fóru báðir í Eton.

Elísabet og systir hennar
Elísabet og systir hennar

Drottningin hinsvegar fór aldrei í skóla. Þess í stað var boðið upp á heimakennslu fyrir hana og systur hennar, Margaret prinsessu. Þær voru menntaðar í höllinni af færustu kennurum sem fengust. Þær lærðu sögu og lögfræði til að undirbúa þær fyrir störf þeirra fyrir breskan almenning.

Þrátt fyrir það misstu þær af því að vera í bekk eða tímum með öðrum og eignast vini og þessháttar eins og fylgir skólagöngu.

Taka bílpróf

Sömu reglur gilda um vegabréf og ökuskírteini drottningar – hún þarf hvorugt. Elísabet lærði að keyra bíl í seinni heimsstyrjöldinni en hefur aldrei þurft að sannreyna það. Hún keyrir um í Sandringham, oftast á einum af Land Roverunum hennar.

sex bbb

Auglýsing

Farið á stefnumót

Þegar Elísabet prinsessa sá hinn „myndarlega og glæsilega“ Prince Philip Grikklands og Danmörku í Royal Naval háskólanum í Darmouth árið 1939, kolféll hún fyrir honum.

Hún var bara táningur þegar þau hittust fyrst og þó þau hafi beðið þar til hún var 21 árs með að tilkynna sambandið urðu þau umsvifalaust ástfangin.

Ævisöguritarinn Robert Lacy segir: „Eitt það óvenjulegasta við Bretadrottningu er það að hún varð ástfangin og giftist næstum því fyrsta manninum sem hún hitti. Auðvitað eru það dálitlar ýkjur, en hún hitti Philip prins árið 1939. Hún hafði hitt hann áður með fjölskyldunni en þarna urðu þau ástfangin.“

Þannig: Elísabet fór aldrei á stefnumót eins og venjulegt fólk! Hún fann sinn prins undir eins.

Hún hefur aldrei kosið

Þrátt fyrir að það sé ekki ólöglegt sem slíkt er ekki vel liðið að meðlimur konungsfjölskyldunnar kjósi í nokkrum kosningum. Drottningin verður að vera hlutlaus í stjórnmálum. Þrátt fyrir að við séum viss um að hún hafi skoðanir, heldur hún þeim fyrir sig. Hún hittir þó forsætisráðherrann vikulega þar sem henni eru færð nýjustu tíðindi.

Hún hittir Theresu May í hverri viku
Hún hittir Theresu May í hverri viku

Átta tíma vinnudagur

Drottningin er afar upptekin af öllum sínum konunglegu skyldum og hefur aldrei unnið „venjulega vinnu.“ Hún hefur aldrei unnið á skrifstofu, leiðinlega vinnufélaga, eða þurft að eiga við skrifræðisbatteríið eins og við hin.

Samfélagsmiðlar

Eins og allir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar er enginn með aðgang að samfélagsmiðlum. Þau forðast þá eins og heitan eldinn. Sumir hafa leynilega aðganga (eins og Meghan Markle) til að vera í sambandi við fjölskylduna en drottningin er ekki kunnug þessu. Þrátt fyrir það tvítaði hún einu sinni áður en hún heimsótti vísindasafnið í London árið 2014: „It is a pleasure to open the Information Age exhibition today at the @ScienceMuseum and I hope people will enjoy visiting. Elizabeth R.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!