KVENNABLAÐIÐ

Minnislaus kærasta verður ástfangin upp á nýtt af kærastanum á hverjum degi

Afskaplega hjartnæm ástarsaga af konu sem byrjar hvern dag með óskrifað blað vegna minnisleysis og tryggur kærasti sem lætur hana verða ástfangna af sér upp á nýtt á hverjum einasta degi hefur snert hjörtu milljóna Japana.

„50 First Dates” er rómantísk gamanmynd frá árinu 2004 með Adam Sandler og Drew Barrymore í aðalhlutverki fjallar um svipað tilfelli: Ung kona missir minnið vegna bílslyss. Á hverjum morgni „endurforritar“ hugur hennar sig á daginn sem slysið gerðist, en það hindrar ekki Sandler í að láta sambandið ganga, jafnvel þó hann þurfi að heilla hana á degi hverjum.

Auglýsing

Fáa grunaði þó að slík tilfelli væru til í alvöru! Japanskt par er að upplisfa svipað: Japanskir þættir fjalla um Maruyama (24) sem þjáist af minnisleysi og kærastinn Li Huayu reynir að endurvekja ástina á degi hverjum. Þau hafa verið saman í tvö og hálft ár og hafa jafnvel talað um hjónaband en fyrir níu mánuðum síðan breyttist líf þeirra gersamlega.

Maruyama var á hjólinu sínu þegar bíll ók á hana og hún endaði í dái. Þegar hún vaknaði þekkti hún engan í kringum sig, ekki foreldra sína og ekki Li heldur.

Líkamlega greri Maruyama en minnið náði ekki sama bata. Þrátt fyrir að þau hefðu hætt við brúðkaupið vék Li ekki frá henni. Hann var alltaf við hlið hennar og reynir alltaf að sannfæra hana um að einn daginn muni hún muna eftir honum og öllum fallegu sameiginlegu minningunum þeirra. Því miður fór svo að ástandið versnaði.

Tveimur mánuðum eftir slysið fór Maruyama að gleyma hlutum frá því hún vaknaði eftir dáið og að lokum fór hún að þróa með sér sama einkenni og persóna Drew Barrymore í myndinni „50 First Dates.“ Alla morgna var hún sem óskrifað blað og allir í kringum hana þurftu að kynna sig upp á nýtt fyrir henni. Þetta var auðvitað afar strembið fyrir alla. Hún var mjög ringluð alla daga og reyndi jafnvel að flýja að heiman nokkrum sinnum.

Auglýsing

Li þurfti alltaf að kynna sig upp á nýtt fyrir kærustunni, sýndi henni sannanir fyrir sambandinu og útskýrði hvað hefði komið fyrir hana. Einn daginn stakk Maruyama upp á því að þau myndu hætta saman því hún sá enga leið fyrir að halda sambandinu gangandi en Li neitaði og sagði: „Það getur vel verið að þú hafir tapað minningunum þínum en við getum búið til nýjar.“
Læknarnir ráðlögðu Maruyama að skrifa niður allt sem gerst hafði um daginn áður en hún fór að sofa svo hún gæti lesið það á morgnana til að hafa einhverja hugmynd um hvað væri í gangi í hennar lífi. Þetta hefur gert hlutina auðveldari fyrir hana, hún fær ekki áfall við að sjá foreldra sína og Li lengur.

Einn daginn þegar Maruyama hafði áttað sig á stöðu dagsins og hverju Li væri að fórna fyrir hana ákvað hún að biðja hans: „takk fyrir að hugsa svona vel um mig.Þú skilur mig afskaplega vel og hefur þolað þessa viðkvæmu og brothættu útgáfu af mér. Að undanförnu hefur ástand mitt versnað. Læknarnir segja að þetta geti versnað enn meira. Ég gæti tapað minninu alveg. Viltu giftast mér?“

Li hikaði ekki eitt augnablik og játaðist henni. Þrátt fyrir þessa erfiðu níu mánuði elskar hann Maruyama afar heitt og segir að ástin aukist með hverjum degi. Hann ætlar að vera henni við hlið til enda, því hann segir að hún sé sálufélagi sinn.

„Vegna minnisleysisins fæ ég tækifæri á að verða alltaf ástfangin á ný,“ segir Maruyama í þættinum: „Sama hversu oft ég missi minnið, ég trúi því að ég muni alltaf verða ástfangin aftur og aftur.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!