KVENNABLAÐIÐ

Óttast um andlega heilsu Parisar Jackson vegna nýrrar heimildarmyndar um meint barnaníð föður hennar

Dóttir poppgoðsins sáluga, Michael Jackson, Paris er loksins farin í áfengismeðferð eftir að hafa náð botni nýlega. Fjölskylda hennar er þó á nálum því ný heimildarmynd um meint barnaníð föður hennar er að líta dagsins ljós en hún verður frumsýnd í þessari viku á Sundance kvikmyndahátíðinni og kallast Leaving Neverland.

Auglýsing

„Fjölskyldunni hryllir við þessu, sérstaklega þar sem Paris er á svo viðkvæmum stað,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við TMZ.

Auglýsing

Myndin Leaving Neverland fjallar um meinta misnotkun Michaels á tveimur ungum drengjum: „Paris hefur talað um þetta opinberlega en þetta snertir hana djúpt, sérstaklega þar sem hún man eftir föður sínum í návist ungra drengja. Henni fannst það alltaf skrýtið og þess vegna er hún afar viðkvæm fyrir þessu,“ heldur hann áfram.

Hin tvítuga Paris hefur alltaf varið föður sinn gagnvart þessum ásökunum en það er ekki auðvelt, sérstaklega í þeim sporum sem hún er núna: „Hún trúir því að MJ hafi aldrei gert þessa hluti og skilur ekki af hverju fólk þurfi enn að velta sér uppúr þessu.“

Einnig hefur fjölskyldan miklar áhyggjur af hinni 88 ára móður Michaels, Katherine Jackson og hvernig hún mun taka þessu: „Þau ætla ekki að leyfa henni að sjá hana. Þetta er eitthvað sem gæti sent hana í gröfina.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!