KVENNABLAÐIÐ

Martröð Angelinu: Maddox er að flytja að heiman

Angelina Jolie er mjög kvíðin þessa dagana en fyrsta barnið hennar, Maddox, ætlar að flytja að heiman og fá sér sína eigin íbúð í Los Angeles. Angie (43) vill ekki sjá á eftir honum en Maddox er víst harðákveðinn: „Hann er 17 ára gamall og eins mikið og hann dáir mömmu sína þráir hann að lifa sínu eigin lífi,“ segir vinur Maddox í nafnlausu viðtali.

Auglýsing

Maddox þyrfti þó leyfi móður sinnar (hann verður 18 þann 1. ágúst) en vinurinn segir: „Hann hefur alltaf verið dekraður af mömmu sinni og mun eflaust fá sínu fram þrátt fyrir að tilhugsunin ein kvelji hana.“

Auglýsing

Maddox er þrjóskur, segja þeir sem til þekkja. Angelina vill að Maddox verði heima þar til hann útskrifast næsta vor og svo fari hann í háskóla í Asíu. Maddox veit hinsvegar ekki hvort hann vilji fara í háskóla og krefst þess að fá að „finna sig“ fyrst.

Skilnaður Angie og Brad hefur haft mikil áhrif á Maddox og vill hann bara flýja ástandið. Maddox sem fæddist í Kambódíu fór nýverið með móður sinni til Seoul í Suður Kóreu til að skoða háskóla. Brad var víst í uppnámi vegna þess: „Brad hefur verið að reyna að laga samband sitt við Maddox síðan þau skildu. En Maddox er mikill mömmustrákur og þolir ekki þessa misklíð.“

Eins og kunnugt er varð mikið rifrildi milli Maddox og Brads í flugvél fjölskyldunnar árið 2016 þar sem Angie ásakaði Brad um að vera fullur og hann hefði ráðist á drenginn. Næsta dag sótti Angelina um skilnað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!