KVENNABLAÐIÐ

Macaulay Culkin segir loks frá hvernig raunverulegt samband hans var við Michael Jackson

Home Alone stjarnan Macaulay Culkin (38) hefur nú eftir öll þessi ár upplýst um hvað gekk á í sambandi hans og poppgoðsins sáluga, Michael Jackson.

Leikarinn Macaulay hafði áður játað fyrir rétti þegar Michael var ákærður fyrir barnaníð, að hann hefði sofið margsinnis í rúmi MJ en sagði einnig að allt hefði verið „eðlilegt.“

Auglýsing

Macaulay var aðeins 10 ára þegar hann varð alþjóðleg stjarna vegna leiks síns í Home Alone myndunum þar sem hann lék Kevin McCallister. Þeim Michael varð vel til vina eftir það.

maccc

Macaulay kom fram í hlaðvarpi Michael Rosenbaum sem nefnist Inside Of You og segir hann að söngvarinn hafi verið „bráðfyndinn og yndislegur.“

„Hann leitaði til mín því margt og mikið var að gerast, og það hratt, hann tengdi sjálfur við það,“ segir Culkin. „Þegar allt kemur til alls má segja að þetta hafi verið skrýtið eða eitthvað, en það gekk upp. Að lokum urðum við vinir.“

Auglýsing

Leikarinn segir að ástæða þess að fólki hefði fundist þetta skrýtið væri af því að MJ væri „frægasta manneskja í heimi.“

„Enginn í kaþólska skólanum mínum hafði hugmynd um hvað ég var að ganga í gegnum og hann var þannig manneskja sem vissi hvað væri að gerast hjá mér. Hann vildi bara að ég vissi að ég væri ekki einn.“

Culkin segir Michael hafa verið fyndinn, heillandi, kjánalegur og honum hafði fundist þetta allt mjög eðlilegt: „Ég veit að fólki finnst eitthvað annað, en fyrir mér var þetta eðlilegur vinskapur.“
Culkin hefur alltaf haldið því fram að ekkert kynferðislegt hefði gerst milli hans og tónlistarmannsins og sagði ásakanir um kynferðisleg misbeitingu „algerlega fáránlegar.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!