KVENNABLAÐIÐ

Mikilvæg skilaboð frá þeim sem þjáist af vefjagigt og stöðugum verkjum

Krónískir verkir eru ekkert til að grínast með og margir þjást á degi hverjum. Stöðugir verkir og krónísk veikindi eru oft ósýnileg. Oft eru engir plástrar, rispur eða marblettir til að sýna og þeir sem þjást af krónískum verkjum virka „venjulegir” – stundum eru þeir aðeins viðkvæmari eða daprari en aðrir.

Auglýsing

Ég hef þjáðst af stöðugum höfuðverkjum í fjögur og hálft ár og krónískum verkjum í mjöðm í tvö og hálft ár.

Margir héldu að ég væri þunglynd, áhugalaus eða reið þegar ég var einfaldlega að deyja úr verkjum. Margir dagar komu þar sem ég komst ekki fram úr rúminu.

Ég missti vinnuna vegna verkja. Ég hætti við að hitta fólk og hunsaði vini mína.

Mér fannst ég misskilin og ein. Ég var í þjáningu. Ég vissi að svarið væri þarna einhversstaðar og að lokum gat ég læknað mig sjálf.

Samt sem áður langaði mig að öskra hreint á fólk allt sem verkjasjúklingar þurfa að ganga í gegnum.

Auglýsing

Hér eru nokkur atriði:

 1. Bara af því að þú sérð það ekki á mér, þýðir ekki að ég finni ekki til
 2. Þetta er ekki „bara í hausnum á mér”
 3. Þetta er ekki „bara” flensa. Þetta hverfur ekkert á einni viku
 4. Í guðanna bænum, ekki segja við mig: „Reyndu bara að hugsa um eitthvað annað.” Að vera með stöðuga verki er ekki eitthvað sem ég get bara hætt að hugsa um
 5. Knús getur gert kraftaverk. Líka falleg skilaboð. Ég þarf að vita að þú sért til staðar fyrir mig
 6. Takk fyrir að deila með mér „galdrameðferðinni” sem þú fannst á netinu. Treystu mér, ég hef heyrt um hana og ef hún hentaði er ég búin að prófa hana
 7. Ég reyni af öllum mætti að lifa eðlilegu lífi
 8. Ég reyni mitt allra besta að hætta ekki við plön og myndi aldrei gera það ef ég hefði eitthvert val
 9. Sumir dagar eru betri, sumir verri. Suma daga líður mér næstum eðlilega, suma daga kemst ég ekki fram úr rúminu
 10. Ég vil vita allt um líf þitt og drauma. Ég vil þú sért heilbrigð/ur og ánægð/ur
 11. Mínir krónísku verkir eru ekki eins og allra annarra. Allir sjúkdómar og verkir hafa sína einstöku birtingarmynd. Reynsla okkar kann að vera svipuð en við erum aldrei alveg eins.
 12. Ekki biðja mig að fá mér í glas og „hressa mig við.” Auðvitað vil ég ekkert frekar en að hressa mig við og það mikið. Að fá mér í glas er samt það síðasta sem mér dettur í hug
 13. Ef ég lít út fyrir að vera þunglynd eða mér leiðist segir það bara eitt: Ég er að þjást af verkjum og er að reyna allt til að líta út fyrir að vera glöð og eðlileg
 14. Ég þarf mikinn svefn. Svefn getur samt verið erfiður þegar maður er svona verkjaður og ég er oft bara þreyttari þegar ég vakna
 15. Þó ég þjáist af verkum þýðir það ekki að ég kunni ekki að lifa með þeim eða að meðhöndla þá
 16. Stundum líður mér eins og ég sé í fangelsi, sé að lifa lífi einhvers annars
 17. Ég hef enn markmið, áhugamál og drauma
 18. Ég vil þú gleymir mér ekki. Ég vil þú gefist ekki upp á mér
 19. Ég hef ekki gefist upp á að finna lausn. Innst inni veit ég að það er (eða mun vera) svar einhversstaðar þarna úti

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!