KVENNABLAÐIÐ

Dæmdur fyrir að nauðga dóttur sinni á brúðkaupsnóttina

Dönsk kona sem lést áfengisdauða í brúðarsvítu í brúðkaupi föður síns var nauðgað af föður sínum. Faðirinn, fimmtugur Dani, og kona hans sofnuðu í brúðarsvítunni, í sama rúmi og síðar um kvöldið nauðgaði hann tvítugri dóttur sinni. Hann sendi henni skilaboð síðar og baðst afsökunar: „Mér þykir það leitt, ég hélt þú værir [nafn eiginkonunnar]. Mér þykir þetta leitt.

Auglýsing

Maðurinn hefur nú verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ódæðið.

kolding

Gerðist atvikið í Kolding á Jótlandi. Feðginin höfðu ekki haft samband í nokkur ár, en hittust um jólin árið áður og bauð hann henni í brúðkaupið sem var í ágúst. Stúlkan varð „mjög drukkin” í veislunni og ákváðu aðrir gestir að hún kæmist ekki á gististaðinn þar sem hún ætlaði að gista, en veislan var haldin á hóteli þar sem hin nýgiftu brúðhjón ætluðu að gista. Um hálfþrú um nóttina hjálpaði faðir hennar og annar gestur henni upp og settu hana í rúmið. Einum og hálfum tíma síðar fór faðirinn að sofa við hlið dóttur sinnar ásamt nýju eiginkonunni.

Maðurinn segist ekki muna neitt hvað gerðist eftir það og neitaði ásökunum dótturinnar.

Milli 4 og 4:45 greip maðurinn dóttur sína. Hún reyndi að setjast upp og bað hann um að stoppa. Hann ýtti henni þá fast á bringuna.

Auglýsing

„Eftir þetta, á meðan hún lá á bakinu, neyddi hann hana til samræðis, þrátt fyrir að hún bæði hann margsinnis að hætta.”

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að dóttirin hefði verið ófær um að verja sig sjálfa, vegna ölvunar.

Dóttirin sagði við föður sinn að þau skyldu hætta öllum samskiptum: „Þú bauðst mér upp á eitthvað sem ég get ekki samþykkt. Ég bað þig fallega að hætta og þú gerðir það ekki. Ég öskraði, þú hættir ekki, ég sló þig, þú hélst áfram.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!