KVENNABLAÐIÐ

Gigi Hadid og Zayn Malik hætt saman

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid og söngvarinn Zayn Malik eru aftur hætt saman. „Þau eru alveg hætt,“ sagði innanbúðarmaður við US Weekly. „Þau gætu byrjað saman aftur en eru alveg komin með nóg núna.“

Auglýsing

Annar nafnlaus heimildarmaður sagði að Gigi (23) „hafi reynt allt til að láta hlutina ganga) en Zayn (25) „hafi haft of mikið af vandamálum sem hún gat ekki hjálpað honum með.“

gigigi

„Alltaf þegar þau eru saman sker hún á öll tengsl við vini sína. Hún eyddi öllum sínum tíma og orku í hann, en það er bara of mikið fyrir hana,“ hélt hann áfram.

Auglýsing

Gigi og Zayn fóru að hittast árið 2015 og hættu svo saman í mars 2018. Eftir mánuð fóru þau aftur að vera saman en svo virðist sem þessu sé ekki ætlað að lifa.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!