KVENNABLAÐIÐ

Presley, sonur Cindy Crawford, djammar út í eitt og var handtekinn fyrir ölvunarakstur

Lífið er djamm þegar mamma þín er ofurfyrirsæta og pabbi þinn á tekílafyrirtæki: Sonur Cindy Crawford og Rande Gerber, Presley (19) var handtekinn í Beverly Hills á dögunum fyrir ölvunarakstur.

Auglýsing

Hefur Presley djammað mikið að undanförnu og segir vinur fjölskyldunnar: „Þessir krakkar eru alltaf fullir, þeir eru alltaf að stunda fullorðinshluti með Rande og Cindy,“ og á hann við Kaia (17) og Presley sem er nítján ára.

crawford sonur

Kaia hefur fylgt í fótspor móður sinnar og er í fyrirsætubransanum og gengur henni vel. Ferðast hún um heiminn og er alltaf í myndatökum og á tískusýningum. Þau fara þó í partý með foreldrunum: „Þau drekka í öllum partýum og eiga ekkert venjulegt líf. Lífið er bara eitt stórt partý,“ segir hann um systkinin sem ólust upp í Malibu og lifa hinu góða lífi.

Auglýsing

Þann 30. desember síðastliðinn var Presley handtekinn fyrir of hraðan akstur á Teslunni sinni klukkan fjögur um nótt. Lyktaði hann sterklega af áfengi og féll á prófi lögreglunnar. Var hann ákærður fyrir ölvunarakstur og var leystur út gegn 15.000 dala tryggingu.

Talsmaður hans sagði: „Presley Gerber er ekki á sakaskrá og hefur aldrei verið handtekinn áður. Hann tekur þessu mjög alvarlega og er að hugsa sinn gang.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!