KVENNABLAÐIÐ

Beyonce og Jay-Z leita að staðgöngumóður til að ganga með fjórða barnið

Þau vilja lítinn dreng! Hjónaband stjarnanna Beyonce og Jay-Z er í miklu jafnvægi þessi misserin, en þau hafa leitað allra leiða til að bæta og laga eftir framhjáhaldið hans. Telja þau að engin betri leið væri til að innsigla það en bæta nýju barni í fjölskylduna: „Þau eru að taka viðtöl við staðgöngumæður og vilja annan lítinn dreng sem þau telja myndi fullkomna fjölskylduna,“ segir ónafngreindur innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Bey og Jay eru stoltir foreldrar Blue Ivy sem er sex ára og tvíburanna Rumi og Sir sem eru 13 mánaða, en þau telja pláss fyrir fleiri: „Síðasta ár snerist allt um samveru hjá Carter hjónunum. Þau vita að þau eru ung og hraust og hafa hjálp, þannig hví ekki?“

Með Blue Ivy
Með Blue Ivy
Auglýsing

Queen B (37) vill nú að önnur kona gangi með barnið, hæfileikarík staðgöngumóðir: „Þetta snýst um að fá sem besta konu til að ganga með barnið. Þau eru að vanda valið.“

Þau vilja enda árið 2019 með nýrri viðbót: „Þau vilja þetta mjög heitt og geta fagnað nýju barni í lok ársins.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!