KVENNABLAÐIÐ

Tveir af sonum Brads Pitt neituðu að hitta hann um jólin

Leikarinn Brad Pitt átti góð jól með fjórum af sex börnum sínum sem hann á með fyrrverandi, Angelinu Jolie. Tvö elstu barnanna, synirnir Maddox og Pax eru föður sínum reiðir og vildu ekki fara til hans.

Auglýsing

Samkvæmt samningi voru börnin hjá Brad á jóladag þar sem þau skiptust á gjöfum: „Brad hefur aldrei ofdekrað krakkana á afmælum og hátíðum. Þetta var allt mjög hóflegt,“ segir nafnlaus heimildarmaður. Brad var mjög ánægður með að hafa börnin, eins og skilja má en „Maddox neitaði að fara og þá fór Pax ekki heldur.“

Auglýsing

Skilnaðurinn virðist því hafa haft þau áhrif á börnin að þau velja sér forleldri til að standa með. Sagt er að Maddox (17), Pax (15) og Zahara (13) „vilji ekki sjá pabba sinn og það særir þau. Þau standa með Angie og hafa alltaf.“ Þrátt fyrir að Zahara hafi farið til pabba síns um jólin fóru elstu drengirnir ekki: „Þeir eru mestmegnis hjá Angie.“

Þrátt fyrir að Brad hafi fengið sameiginlegt forræði kemur það með skilyrðum. Í raun var eftirlitsaðili hjá þeim um jólin og svaf í gestaherberginu.

„Eldri krakkarnir eru komnir á þann aldur að þau ákveða þetta sjálf. Brad var að vonast eftir að þau kæmu af fúsum og frjálsum vilja.“

Á annan í jólum sást Angelina í Los Angeles með fjórum barnanna sem höfðu verið hjá Brad á jóladag: Zahara, Shiloh (12) og tvíburunum Vivienne og Knox (10).

Brad hélt einnig upp á afmælið sitt þann 17 nóvember en Maddox kom ekki heldur þá.

Þann 1 desember síðastliðinn gerðu þau Pitt og Jolie nýjan forræðissamning til að forðast dómstóla. Þau munu vera undir eftirliti barnaverndaryfirvalda, bæði tvö, en því lýkur eftir sex til átta vikur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!