KVENNABLAÐIÐ

Heidi Klum er trúlofuð!

Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum hefur nú trúlofast ástinni sinni, Tom Kaulitz. Mikill aldursmunur er á parinu en Tom er 29 ára og hún 45. Tilkynnti Heidi þetta á Twitter á aðfangadag, en þau Tom hafa einungis verið að hittast í átta mánuði.

Auglýsing

„ÉG SAGÐI JÁ!“sagði Heidi og birti mynd af þeim skötuhjúum að hjúfra sig upp að hvort öðru. Sýndi hún risastóran trúlofunarhring.

Þau fóru fyrst að hittast í mars á þessu ári, en Heidi á mörg misheppnuð sambönd að baki.

Ástarfuglarnir hafa verið að hittast í risastóru húsnæði sem Tom leigir í Hollywood Hills: „Þau hafa verið að laumast þangað í þetta hús sem Tom og bróðir hans leigja. Það er mjög hentugt, þar sem það er í 20 mínútna keyrslu frá höll Heidi í Bel-Air.“

Auglýsing

Heidi telur að hún sé við svo góða heilsu því hún stundar svo mikið kynlíf – og vill hún helst stunda það allt að fimm sinnum á dag.

„Heidi segir Tom vera mann í verkið og þau elska að vera saman í húsinu hans.“

Þetta er þriðja hjónaband Heidi sem var gift Ric Pipino á árunum 1997-2002 og söngvaranum Seal í níu ár en þau skildu árið 2014. Tom var giftur Ria Sommerfeld og skildu þau fyrr á þessu ári.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!