KVENNABLAÐIÐ

Móðir gagnrýnd harðlega fyrir ótrúlegt „fjall“ af jólagjöfum fyrir fjölskylduna

Kona nokkur setti mynd af jólagjöfunum til fjölskyldunnar á Instagram og fékk yfir sig öldu harðorðra skilaboða. Ástæðan var sú að eiginlega sást ekki í jólatréð vegna gjafanna. Emma Tapping, frá Isle of Man (Mön) á Írlandshafi, er 38 ára, þriggja barna móðir. Hún hefur játað að „ganga aðeins yfir strikið“ þegar kemur að þessum árstíma og eyðir þúsundum punda í gjafir, aðallega fyrir krakkana sína.

Auglýsing

Þetta árið er ekkert öðruvísi, enda sést varla í tréð.

fjall2

Draumamóðirin (fyrir krakka, allavega) deildi myndinni með 15.000 fylgjendum á Instagram, en margir deildu ekki gleðinni með henni.

Einn sagði: „Svo margir eiga ekkert, þú ættir að gefa í góðgerðamál.“

Aðrir sögðu:

„Persónulega finnst mér þetta fáránlegt, hver þarf svona mikið, þetta er bara sjálfselska.“

„Tel mig vera í fullkomnum rétti að segja þér að þú ert búin að tapa sjónar á því hvað skiptir máli á jólunum með öllum þessum gjöfum“

„Kannski af því það eru 11 gjafir undir mínu tréi, en þessi mynd er bara ógeðsleg.“

Auglýsing

Sumir vörðu þó móðurina og sögðu hana mega gefa eins margar gjafir og hún vildi.

Einn sagði: „Mér finnst, ef hún getur eytt peningunum sínum í það sem hún vill – hver erum við að dæma?“

Annar sagði: „Ef ég hefði svona mikið fé á milli handanna væri krakkinn minn svo dekraður.“emma

Svo voru aðrir sem spurðu mikilvægra spurninga varðandi tilhögunina: „Byrjarðu snemma á árinu að kaupa gjafir? Hvernig ferðu að þessu?“

Annar sagði: „Þú hlýtur að hafa þolinmæði dýrlings til að pakka svona mörgum gjöfum.“

Emma hefur ratað í heimildarmynd vegna þessa: Xmas Excess: Parents Splash The Cash sýnir hvernig fólk næstum „klikkast“ á jólunum. Hún segir: „Ég elska jólin bara svo mikið. Töfrarnir og fjölskyldutíminn, að ég eyði tíma með ástvinum og ég elska að sjá svipinn á þeim þegar ég gef þeim gjafir. Ég fer yfirum á jólunum, ekki spurning. Mikið af gjöfum, mat, troða í sig og slaka á, hafa það gott. Ef þú spyrð mig hvort ég dekri krakkana mína, þá já – á jólunum en ekki yfir allt árið.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!