KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato tjáir sig í fyrsta sinn um ofneysluna í sumar

Fyrir fjórum mánuðum síðan var söngkonunni Demi Lovato (26) vart hugað líf, en hún tók of stóran skammt á heimili sínu. Tvítaði hún um málið í fyrsta sinn opinberlega og sagði „Einhvern daginn mun ég segja heiminum frá því nákvæmlega hvað gerðist og af hverju það gerðist og hvernig líf mitt er í dag.“

Auglýsing
„Ég þarf samt enn rými og tíma til að ná bata. Ég er edrú og þakklát fyrir að vera á lífi og að hugsa um MIG.“

Demi fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Hollywood Hills þann 24 júlí. Í júní hafði hún komið öllum að óvörum með því að vera fallin og gaf út lagið Sober.

Auglýsing

Hún fór svo á spítala í nokkrar vikur og í 90 daga meðferð en hún lauk henni í nóvember.

Síðan þá hefur hún haldið áfram með líf sitt og er meira að segja komin með nýjan kærasta, Henri Levy.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!