KVENNABLAÐIÐ

Stephen Belafonte segir Mel B hafa haldið framhjá sér með mörgum mönnum

Fyrrverandi eiginmaður Mel B segir að hún hafi stundað mikið kynlíf með ótal mönnum í hjónabandi þeirra. Í hlaðvarpinu All Rise segir Stephen í viðtali við Dylan Howard að hún hafi oft haldið framhjá honum og fór í smáatriði í þeirra sambandi. M.a. sagði hann að hún hefði sofið hjá giftri löggu í Beverly Hills, leikaranum Tamer Hassan (Game of Thrones) og meira að segja sofið hjá Uber bílstjóra.

Auglýsing

Segir hann að það sem hefði fyllt mælinn var að uppgötva allt þetta framhjáhald: „Hún kom heim með Uber bílstjóra!“ og lýsir því að hún hafi tekið hann heim, sofið hjá honum og skilið hann svo eftir einan með sjö ára dóttur þeirra.

Slúðurblöðin birtu myndir af Mel og Tamer Hassan í London þar sem þau hjúfruðu sig upp að hvort öðru og snæddu og drukku saman. Mel sat í fangi hans og knúsaði og kyssti.

Auglýsing

„Ég sá konuna mína halda framhjá á miðjum veitingastað á hóteli – kyssandi, faðmandi og farandi í lyftuna klukkan þrjú um nótt! Hún játaði síðar að hún hefði haldið framhjá mér með honum.“

Melanie er ekki „girl power“ segir Stephen reiður og minnist þess rétt eftir að þau skildu hafi hún verið að hitta löggu úr Beverly Hills þegar konan hans var ólétt: „Hvað er þetta „girl power“ að mæta bara og eyðileggja fjölskyldu?“

Mel (43) sótti um skilnað frá Stephen (49) í mars 2017 því barnfóstran Lorraine Gills hafði verið að sofa hjá honum án hennar leyfis.

Skilnaðarbaráttan hófst og ásakaði Stephen Mel um að vera háð áfengi og kókaíni og hafi þessvegna eyðilagt hjónabandið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!