KVENNABLAÐIÐ

Victoria Beckham ætlar ekki að bæta á sig kílóum um jólin og borðar bara „fuglafræ“

Victoria Beckham hefur alltaf verið grönn, en hún passar líka upp á holdafarið. Flestir bæta á sig um hátíðarnar, en ekki Posh Spice þar sem nýjasta æðið hjá henni er „fræjakúrinn“ sem samanstendur einkum af fræjum, hnetum og berjum (sem fólk í gríni kallar fuglafræ).

Auglýsing

„Hún segir að það séu falin vítamín og steinefni í ákveðnum hnetum og berjum og enginn rífst við hana um það,“ segir nafnlaus heimildarmaður og vinur Beckham hjónanna við In Style. „En hún er farin aftur að forðast rétt samsettar máltíðir og það er enginn að segja að það sé heilbrigt til lengdar.“

Auglýsing

Victoria og David Beckham hafa farið í gegnum erfiða tíma að undanförnu og er talið að Victoria finni huggun í að stjórna mataræðinu á þennan hátt.

Auglýsing

„Auðvitað er þetta tengt hjónabands- og atvinnustressi, en þetta er eitthvað mynstur sem hún getur ekki breytt. Því stressaðri sem hún er, því minna borðar hún. Það á ekkert eftir að breytast.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!