KVENNABLAÐIÐ

Idris Elba segir karlmenn bara upplifa erfiðleika við #MeToo byltinguna ef þeir hafa eitthvað að fela

Er erfitt að vera karlmaður í Hollywood í dag? Hjartaknúsarinn Idris Elba segir: „Það er bara erfitt ef þú ert karlmaður sem hefur eitthvað að fela.“

Auglýsing

Idris Elba er sjóðheitur þessa dagana. Var hann valinn kynþokkafyllsti maður ársins af tímaritinu People og er hann í aðalhlutverki í BBC seríunum Luther sem hann talar um sem „sitt James Bond.“

Í nýlegu viðtali við The Sunday Times, var leikarinn spurður að því hvort ekki væri erfitt að vera maður í hans stöðu í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar sem konur hafa staðið fyrir varðandi óviðurkvæmilega kynferðislega hegðun karlmanna í þeirra garð.

Auglýsing

En ekki Idris.

Hann segir: „Það er bara erfitt ef þú ert karlmaður sem hefur eitthvað að fela.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um hreyfinguna. Þegar hann var að kynna Molly’s Game í fyrra hrósaði hann þeim konum sem „standa upp og taka þátt í frelsandi byltingu til að tala um og á móti þeirri hörmulegu reynslu sem þær hafa upplifað.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!