KVENNABLAÐIÐ

Drottningin er búin að fá nóg af stirðu sambandi Kate og Meghan

Bretadrottning er alveg komin með nóg af kergjunni milli Kate Middleton og Meghan Markle og mun neyða þær til að vera saman allan jóladag. Munu eiginmenn þeirra koma líka, að sjálfsögðu, og þau verða saman í Sandringham House með öllum þeim nánustu.

Auglýsing

Spennan milli kvennanna er mikil og það nýjasta, eftir að Harry og Meghan ákváðu að flytja úr Kensingtonhallargarðinum, er að Kate er orðin þreytt á að Meghan sé alltaf að stela fatastílnum hennar.

Meghan hefur hlotið mikla gagnrýni eftir að tveir úr röðum starfsfólks hefur hætt út af miklum kröfum hennar, s.s. Melissa sem var sérstök aðstoðarkona hennar.

Auglýsing

Kate og Meghan rifust víst líka þegar mátun á brúðarmeyjarkjól Charlotte prinsessu fór fram fyrir brúðkaupið.

Nú er samt tími til að semja frið að mati drottningar – enda jólin alveg að koma. Móðir Meghan, Doria Ragland, kemur til Bretlands og eyðir jólunum með þeim.

Auglýsing

Jóladagur í Sandringham House er afar formlegur viðburður og borða konurnar morgunmat sér og karlarnir annarsstaðar. Síðar um daginn er svo hátíðarkvöldverður með drottningunni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!