KVENNABLAÐIÐ

Krár sem spila „Last Christmas“ með Wham munu endurgreiða þér drykkina í Bretlandi

Fyrir suma er „Last Christmas“ með Wham! mest spilaða (og yfirspilaða) jólalag allra tíma. Það fellur einnig undir flokkinn „lög sem þú þarft aldrei að heyra aftur.“ Við sem þolum ekki lagið getum reynt að halda ró okkar og sætt okkur við það að eftir fáeinar vikur munum við fá frí frá laginu í nokkra mánuði.

Auglýsing

Fuller krár sem eiga 231 stað í Bretlandi hafa sett bann á lagið með öllu. Fyrr í vikunni tilkynntu þeir að ef svo ólíklega vildi til að lagið yrði spilað á kránum þeirra munu viðskiptavinir fá endurgreitt. Bannið gildir til miðnættis þann 25. desember.

Bannið er ekki eingöngu því fólk þolir ekki lagið. Leikur er í gangi á netinu sem kallast Whamageddon. Reglurnar eru einfaldar: Hversu lengi endist þú án þess að heyra „Last Christmas?“

Auglýsing

Ef þú heyrir lagið þarftu að fara á stað sem kallaður er Whamhalla og er í raun kirkjugarður. Leikinn má spila hvar sem er í heiminum en Danir og Bretar eru hvað duglegastir.

Samkvæmt einum Twitter-notanda mun leikurinn Whamageddon snúa þér í hringi. Um er að ræða erfið verkefni, s.s. fara á krár sem hafa lifandi tónlist, að horfa á sjónvarpsauglýsingar og þú þarft að sleppa sápuóperunum.

Súpermarkaðir Tesco tvítuðu að þeir ætluðu að taka þátt í Whamageddon, en hættu svo við. Þeir gáfu í skyn að búðirnar yrðu í staðinn fullar af Wham! lögum fyrir þá sem vilja „erfiðan leik.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!