KVENNABLAÐIÐ

William og Kate koma fólki á óvart með jólakortamynd af fjölskyldunni!

Gleðileg jól! Þess óska hertoginn og hertogaynjan af Cambridge. William Bretaprins og Kate Middleton hafa nú deilt jólakortamyndinni af ört stækkandi fjölskyldunni – George, Charlotte og Louis.

Auglýsing

Var myndinni deilt á samfélagsmiðlum nú í kvöld og er sagt að þau hjón séu afskaplega ánægð með að geta deilt þessari mynd af fjölskyldunni:

 

„The Duke and Duchess of Cambridge are pleased to share a new photograph of their family. The photograph, taken by Matt Porteous, shows The Duke and Duchess with their three children at Anmer Hall, and features on Their Royal Highnesses’ Christmas card this year.“

 

kate3

 Var myndin tekin af ljósmyndaranum Matt Porteus við Anmer Hall, sveitaheimili fjölskyldunnar, en hann tók óformlegar myndir við skírn Louis.
Auglýsing
Hinn sjö mánaða prins, Louis, stal hreinlega senunni, skælbrosandi í fangi móður sinnar.
Þar sem aðeins 11 dagar eru til jóla er fjölskyldan í óða önn að koma sér í jólagírinn. George er búinn í skólanum, hætti á fimmtudag, en Charlotte fékk frí á miðvikudaginn í leikskólanum.
Þau munu mjög líklega heimsækja Buckinghamhöll í næstu viku til að verða viðstödd jóla-miðdegisverð drottningar þar sem öllum (fjarskyldum ættingjum) er boðið.
a konnn
Þann 25. desember gildir allt annað. Drottningin og Philip prins bjóða aðeins þeim nánustu – fjórum börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Will og Kate, Harry og Meghan, Charles Bretaprins og Camilla verða meðal gesta í Sandringham House í Norfolk. Óvæntur gestur verður móðir Meghan, Doria Ragland.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!