KVENNABLAÐIÐ

„Fallegasti maður í heimi“ þarf stöðugt að sýna skilríki til að sanna að hann sé ekki kvenkyns

Hinn 22 ára Abdussalam Firdaus Abdul Aziz frá Malasíu hefur nú slegið rækilega í gegn á netinu þar sem hann hefur andlit sem gæti verið karlkyns…eða kvenkyns.

fall11

Auglýsing

Myndir af Aziz hafa verið á flugi á netinu allt frá því að fluttar voru fréttir af því að hann var stoppaður á fótboltaleik og beðinn um að sýna skilríki þar sem karlkyns öryggisverðir vildu ekki leita á honum þar sem þeir töldu að hann væri kona. Rötuðu þessar fréttir í aðalmiðla Malasíu fyrr í vikunni áður en þær rötuðu í fjölmiðla um heim allan.

fall5

„Lögreglan trúði því ekki þegar ég sagðist vera karlmaður og báðu mig um skilríki“ sagði Aziz í viðtali við mStar. „Ég þurfti að sannreyna kyn mitt þar sem lögreglan leitar á karlmönnum – kvenkyns lögregluþjónar leita á konu. Þau greinilega tóku ekki eftir barkakýlinu!“ en honum var reyndar alveg sama, þar sem hann hafði lent í þessu áður.

Auglýsing

fall2

Ákvað Aziz fyrir nokkrum árum að klippa hárið á sér stutt til að líta ekki „of kvenlega“ út en fólk fór að gera grín að honum þannig hann safnaði því bara aftur.

Einhver ráðlagði honum bara að safna skeggi til að láta kynið í ljós, en hann sagðist hafa gert það og hann honum hafi bara fundist hann líta „út eins og pervert.“

fall1

Myndir af Aziz á samfélagsmiðlum hafa fengið þúsundir „like-a“ og athugasemda og margir hafa sagt að hann sé „heimsins myndarlegasti maður!“

Auglýsing

Hafði hann ekkert slíkt í hyggju, en svo er spurning hvað hann ætlar að nýta sér nýfundna frægð til að gera…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!