KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle sögð „einangruð og leið“ á lífinu í hölinni

Meghan Markle, sem á von á sínu fyrsta barni með Harry Bretaprins, er umkringd fólki en er afar einangruð og saknar síns gamla lífs. Hún á í deilum við Kate og William og faðir hennar og fjölskylda hafa gert henni lífið leitt. Afleiðingin er sú að hún er alltaf að einangrast meira og meira frá venjulegu lífi.

Auglýsing

„Líf Meghan gæti ekki verið ólíkara því sem hún átti áður að venjast og hún saknar gömlu vinanna sinna,“ segir innanbúðarmaður í höllinni. „Hún var vön að hanga með vinkonum sínum öllum stundum, en hún getur ekki gert það lengur þar sem hún er nú orðin hertogaynja.“

„Meghan er mjög ástfangin af Harry og spennt að verða manna, en biðin eftir barninu er henni erfið,“ segir þessi heimildarmaður.

Auglýsing

Áður gat Meghan farið í matarboð, bíó og partý með vinunum en auðvitað getur hún það ekki lengur.

Auglýsing

„Hún saknar stelpukvöldanna og að fara í jóga með mömmu sinni. Hún reynir að halda sambandi við gömlu vinina en það er bara ekki eins. Að hún hafi þurft að sleppa brúðkaupi bestu vinkonu sinnar [Priyanka Chopra] lét hana bara gera sér enn betur grein fyrir því að hún er að missa af öllu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!