KVENNABLAÐIÐ

Íslendingar sem kunna að gera grín að sjálfum sér! – Myndir

Ein grúppa á Facebook einbeitir sér að þeim mismuni sem margir telja á „fullkomnu“ heimilishaldi og svo því sem er raunveruleikinn. Kallast hún Family living – the true story – ICELAND og verður hún að teljast mikil snilld, því allir sem vilja, á yfirborðinu, sýnast með allt sitt á hreinu….eru það ekkert endilega!

Auglýsing

fam111

Í lýsingu á hópnum stendur:

Vinsamlegast athugið að þetta er vettvangur til að deila MYNDUM eða MYNDBÖNDUM af eðilegu heimilsdrasli. Nafnið Family living á rætur sínar að rekja til blaða helguðum innanhússhönnun sem og sjónvarpsþátta sem sýna einsleita og óraunsæja mynd af hinu fullkomna heimili. Fyrirmynd síðunnar er sænsk en þar hafa rúmlega 50 þúsund manns skráð sig í hópinn. Tilgangur síðunnar er að sýna hvernig getur oft litið út inn á raunverulegum heimilum fólks helst þegar allt er í drasli til að sýna að ekki er allt jafn fullkomið og í heimi tímarita og sjónvarpsþátta.

Leiðbeiningar: Safnaðu kjarki og settu inn mynd eða myndband af virkilegu drasli heima hjá þér einnig má setja inn myndir af skemmtilegum og oft mislukkuðum reddingum sem eiga að vera tímabundar en enda oft með því að vara árum saman. Ekki skemmir að skella skemmtilegum myndatexta með. Við viljum að myndefnið tengist tilgangi hópsins. Umræður um sambönd, barnauppeldi, brandara og krúttlegar myndbandsdeilingar eiga annan vettvang hér á Facebook.

Með því að deila myndum og myndböndum af draslinu heima hjá okkur sköpum við gagnmenningu gegn ríkjandi birtingarmyndum heimila í tímaritum og fjölmiðlum þar sem öll heimili eru fullkomin. Í hópnum geta öll heimili tekið þátt þó með þeim skilyrðum að þar sé stundum drasl. Við þurfum að vera reiðubúin að sýna þá hlið heimilisins sem sjaldan er til sýnis opinberlega.

Auglýsing

Hafa ber í huga að hópurinn er opinn og því getur hver sem er séð það efni sem hér er birt. Það er líka einn af tilgangi hópsins og deila með umheiminum hvernig venjuleg heimili geta litið út. Smá raunveruleiki innan um frábærar myndir úr vel lukkuðum fríum, fallegum matarboðum og nýuppgerðum eldhúsum.

Efni sem ekki telst heyra undir tilgang hópsins verður fjarlægt. Leiðindi og skítakomment verða sömuleiðis fjarlægð af stjórnendum. Óheimilt er að deila færslum utan hópsins nema með leyfi eigenda viðkomadi færslu!

Öll hjartanlega velkomin!

Við fengum leyfi hjá nokkrum meðlimum til að birta myndir og ummæli og sjá má fullt af landsmönnum „tengja“ og setja like og athugasemdir. Endilega gakktu í grúppuna ef þú vilt fylgjast með – nú eða að játa að allt er ekki eins slétt og fellt og það virðist á yfirborðinu!

Við erum greinilega ekki jafn fullkomin og við sýnumst!

fami22

 

 

fam145

 

 

fam11

 

fam9

 

fam5

 

fam2

 

 

fam01

 

fam 999

fam 1

 

fam FORSIGFA

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!