KVENNABLAÐIÐ

Borðar stundum ekkert í þrjá mánuði í einu

Khai Ho (38) kallar sig sjálfan „breatharian“ sem þýðir að hann lifir bara á lofti, sólarljósi og einstaka myntulaufi. Hann nær að vera án matar í þrjá mánuði í einu á 100 hitaeiningum á viku.

Auglýsing

Khai, sem vinnur sem pizzasendill, segir að hann hafi aldrei haft mikinn áhuga á mat og neitaði stöðugt máltíðum móður sinnar þegar hann var yngri. Fyrir fjórum árum síðan fór hann að hætta algerlega að borða nokkuð. Stundar hann hugleiðslu að hætti Hindúa og segir það hjálpa sér. Segist hann endast í þrjá mánuði án þess að borða eina einustu fæðutegund, burtséð frá nokkrum myntulaufum sem koma í veg fyrir bitran andardrátt. Hann drekkur vatn sjaldan, stundum bara einu sinni í viku. Svo virðist sem hugleiðslan hjálpi honum að sækja alla þá orku og næringarefni frá loftinu og sólarljósi.

Auglýsing

Áður en Khai fór að stunda hugleiðslu borðaði hann venjulegan mat þrisvar, fjórum sinnum í viku en nú þarf hann bara ekkert – hann fær allt frá sólinni og úr loftinu.

Hann veit að fólk telur hann klikkaðan að fasta í nokkra mánuði í einu en segir að sumir telji hann „magnaðan“ á sama tíma.

Segir hann að þessi lífsstíll geri hann vakandi, hann er ákaflega var um sig og allt nágrenni og honum líður hreint stórkostlega. Hann segist alltaf hafa haft svo mikla orku að hann eigi erfitt með að sofa. Er hann með lifrarvandamál sem hann segir að hafi „læknast“ og segir: „Nú veit ég hvernig á að lækna líkamann hið innra og náttúrulega – frá mörgum vandamálum.“

Khai, sem býr í Bretlandi, segir að hann sé lifandi sönnun þess að menn þurfi í raun ekki 2500 hitaeiningar á dag til að lifa af, eins og Lýðheilsustöð segir okkur. Segir hann þó að hann muni aldrei reyna að fá fólk til að hætta að borða, því öllum sé frjálst að gera það sem það vill.

Einn bónus sem hann telur upp er að spara ótrúlegar upphæðir á þessum meinlætalífsstíl. Segir hann þó að félagslega sé hann svolítið „skrýtinn“ á meðan fólk skóflar í sig mat og hann bara „situr þarna.“

Er hann ekki eina manneskjan sem segir þetta virka fyrir sig. Akahy Ricardo og Camilla Costello segjast hafa lifað á „alheimsorkunni“ í heilan áratug. Svo var það Kirby de Lanerolle, sem nærðist einungis nokkrum sinnum á ári.

Þrátt fyrir það var svissnesk kona sem lést árið 2012 eftir að hafa reynt að nærast á sólarljósinu einu saman.

Khai Ho játar að þetta sé ekki lífsstíll sem hentar öllum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!