KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum kærasta Mick Jagger skiptir honum út fyrir yngri og ríkari náunga

Noor Alfallah (23) hefur verið að hitta söngvara Rolling Stones, Sir Mick Jagger, í um þrjú ár. Nú hefur hún „skipt honum út“ fyrir milljarðamæringinn Nicholas Berggruen (57) en Mick er sjálfur orðinn 75 ára. Hefur Noor deilt myndum á samfélagsmiðlum af sér og milljarðamæringnum og mannvininum Nicholas.

Auglýsing

jagg2

Noor og Nicholas, sem oft hefur verið líkt við Mick

Nýi kærastinn er bæði ríkari og yngri en söngvari Rolling Stones og hefur hann verið  að gera hosur sínar grænar fyrir Noor í nokkra mánuði.

Sáust þau fyrst snæða saman í New York í apríl á þessu ári en á þeim tíma taldi Mick að þau væru enn par.

Í ágúst póstaði Noor svo mynd af sér og Nicholas og óskaði „partner in crime“ til hamingju með daginn og bætir því svo við að hún hafi verið ánægð með að geta haldið upp á daginn með honum.

Auglýsing

Þau hafa einnig sést saman á listasýningu í Los Angeles og í sumar voru þau saman á bæði Capri og St Tropez.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!